Færslur: 2018 Desember

17.12.2018 17:18

Erling KE 140 og Berglín GK 300, í Njarðvíkurhöfn

 

       233. Erling KE 140 og 1905. Berglín GK 300, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 17. des. 2018

17.12.2018 15:28

Bensi GK 383, Vogum, ex ÍS 383 í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

 

     1957. Bensi GK 383, Vogum, ex ÍS 383  í Gullvagninum hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 17. des. 2018

17.12.2018 14:04

Múlaberg SI 22 o.fl. á Siglufirði

 

    1281. Múlaberg SI 22 o.fl. á Siglufirði - skjáskot af vef TRÖLLA.is í dag, 17. des. 2018

17.12.2018 12:36

Finni EA 245, í Sandgerðisbót. Akureyri, í morgun

 

     1542. Finni EA 245, í Sandgerðisbót, Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 17. des. 2018

17.12.2018 10:11

Gunnar Nielsson EA 555, Dögg EA 236 o.fl. í löndunarbið á Akureyri

 

       6852. Gunnar Nielsson EA 555 o.fl. í Sandgerðisbót Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 17. des. 2018

 

       6852. Gunnar Nielsson EA 555, Dögg EA 235-6 o.fl. í Sandgerðisbót Akureyri © skjáskot af vef Akureyrarhafnar. 17. des, 2018

 

     6852. Gunnar Nielsson EA 555, Dögg EA 235-6 o.fl. í Sandgerðisbót Akureyri © skjáskot af vef Akureyrarhafnar. 17. des, 2018

 

7124. Dögg EA 236 o.fl. ,i Löndunarbið í Sandgerðisbót. Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 17. des. 2018

17.12.2018 09:04

SAMSKIP EXPRESS, í Rotterdam

 

 

 

     SAMSKIP EXPRESS, í Rotterdam © myndir Patrick Deenik, Marine Traffic, 11. des. 2018

17.12.2018 01:10

Norsk - Íslenski Sjúkrabáturinn

Það var seinnipart síðasta vetrar er ég var staddur í Chiang Mai í norður Thailandi að sóla mig við sundlaugina á sjöundu hæð á hóteli, að það hringdi síminn, á hinum endanum var vinur minn
Jón Þorvarðason með spurningu.
Ertu ekki að fara að halla þér norðar á hnöttinn Óskar ?
Jújú það stóð nú til þar sem við Erla mín vorum að verða búin með seinni skammtinn af ferðamanna visanu.
En svo sagði kallinn “ertu ekki til í að við smíðum einn svona Ambulanse bát” ?
Nú ég gat nú ekki svarað þessu nema með að segja jújú,,,, sértstaklega þar sem það stóð til að við smíðuðum húsi á þennan bát en skrokkurinn átti að vera úr áli, það stóð til að verða svona hugguleg sumarvinna.
En nú var það krafan að báturinn væri smíðaður úr trafjaplast samloku vacumsteyptur eftir teikningu frá hönnuði hér sunnar í Noregi.
Styrktar reikningar og efnis plan kom frá einum helsta gúrú bransans.
Kaupandinn var með þær kröfur og sagði líka að það væru þarna Íslendingar sem gætu smíða bátinn…..
Það fyritæki sem við svo unnum verkið fyrir og eru með samninginn um fullkláraðan bát, höfðu engan til að smíða fyrir sig þar sem það gat það engin, það var engin sem treysti sér í verkið.
Menn treystu sér ekki í það að steypa þennan bát í vacum sem eitt eintak þar sem ekkert var til nema teikning eða eiginlega bara “myndir”
En þar sem við Jón eru alveg hroðalega klárir gaurar og sennilega hæfilega geðveikir líka, var farið af stað og fyrirtæki Jóns, Hafborg AS gerði samning um að skila af sér þessum bát á 6 mánuðum frá því að þau gögn sem þarf til að byggja hann berast.
Og það hafðist af, meira að segja með 5 daga afgangi.
Aðferðin verður ekki tíunduð hér né annarstaðar, enda nokkuð spés og ekki verið gert í veröldinni áður svo við vitum allavega.
Það var í raun og veru vanþekking Jóns á trefjaplasti í upphafi sem gerði það að verkum að þessi snilldar afðerð varð til, hann var búin að prófa þetta á litlum bát þegar hann var í Måloy Verft og þegar ég sá lausnina, varð ég hugfangin strax, á sömu sekúndunni.
Sá strax að það mætti bæta við ýmsum frágangslausnum sem sparaði vinnu á seinni stigum.
Jón hefur góðar tenginar hér í Noregi, þekkingu og getu til að teikna í þrívídd, og hefur hlotnast sú list að sjá hlutina fyrir sér í skallanum, og koma þeim í læsilegt form á skjá.
Það eru ekki öllum gefnir þeir galdrar.
Allavega ekki mér sjálfum.
En hann teiknaði allar útlínurnar eftir móteli sem við fengum sem voru eiginlega nokkurskonar dúkkulísumyndir, og svo var þetta bara smíðað af okkur vinunum.
Okkar samstarf og samvinna tvinnast skemmtilega saman þar sem ég hef verklegu þekkinguna á trefjaplastinu og allri vinnuni þeim meigin en veit í sjálfu sér ekkert um þrívíddar teikningar eða annað sem gerist þar inni, en get lesið teikningarnar þegar Jón er komin með þetta á skjáinn ??

Jón hefur verið í trefjaplast háskóla undanfarið (Trefjaplast 101 og upp) og hefur lært óhemju, og er orðin vel liðtækur plastari, eða eigum við að segja “verður liðtækur plastari þegar hann er búin að fá sér ný gleraugu” ??
Svo er hann orðin mjög leikin við að slípa sem hefur alltaf verið það ömurlegasta við þennan iðnað, en Jóni finnst það bara skemmtilegt, sem hentar mér reyndar afar vel ???En það sem er svo skemmtilegt við okkar samstarf er að hann er að koma með nýja vinkla inn í trefjaplastiðanaðinn sem hefur verið meira og minna eins í þau 40 ár sem ég hef verið þar að brasa, og það sem gengur á kollinum á manninum daginn út og inn er ótrúlegt, svo er bara útfæra þetta sem hann kastar fram, eins og hann segir sjálfur, hann kastar fram og við spilum tennis, köstum á milli okkar þangað til lausnin er fundin.
Það gerðum við í þessu verkefni meira og minna alla daga og voru margar skemmtilega niðurstöður sem komu út úr því, og það var útaf því sem við náðum að afhenda bátinn á réttum tíma, sterkan léttan og flottan glertrefja bát smíðaðan með aðferðum sem aldrei hefur verið gert í heiminum fyrr, þetta leyfi ég mér að fullyrða, þangað til annað kemur í ljós ????
Við vinirnir vinnum vel saman þar sem þekkingin okkar skarar stórt svið og skiljum hvors annars tungumál og pælingar, en reyndar segi ég hugmyndirnar hans Jóns eru oft svo framúrstefnulegar að ég þarf oftar en ekki 2 nætur til að sofa á þeim ??

Er það ljóst í okkar huga að þetta verk hefði ekki gengið upp án hvors annars ??

Það höfðu ekki margir í þessum bransa hér í Noregi trú á að við kláruðum þetta verk, enda fréttum við það utanaf okkur hvernig menn töluðu.
Lítum við á það sem mikið hól ef vinnandi menn nenna að velta fyrir sér hvað við kallarnir erum að gera ??

Jú, hér þekkja menn Jón af góðu einu úr Verftinum en mig þekkti engin og vissu ekkert um mig, en það kom smá gláp svipur á menn þegar þeir heyrðu að ég hefði smíðað nærri 600 báta á Íslandi og væri 40 ár síðan ég byrjaði að plasta.
Úff fjögurtíu ár,,,,,, og ég sem held stundum að ég sé ekki svo gamall ??

En sannleikurinn er að það hefur komið mér sjálfum verulega á óvart hvað þessi bransi er aftarlega á merinni í efnisvali og vinnubrögðum, nema að bransinn hafi ofmetnast og horft framhjá grunn gyldunum, eða eins og ég segi stundum skrölla yfir 101-105 í trefjaplast bókinni ??
Ég hélt nefnilega alltaf að Norðmenn væru bestir í heimi í þessu, en ég er farin að hallast að því að svo sé ekki,,,,,,, nema náttúrulega þessi ambulans bátur sem var að renna út úr húsinu frá okkur í Florø en þar voru reyndar bara
“jævle utlendinger” að vinna ????
Fengum líka hjálp frá 3 Íslendingum um tíma og svo 3 Pólverjum sem komu frá Íslandi seinni part verksins.

Þó við eigum ekki hönnunina nema að litlum hluta og í raun “ekkert nema smíðina” sem reyndar er helvítis hellingur, erum við báðir tveir drullu stoltir af verkinu og finnst okkur hafa tekist vel upp ??

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


       Norsk - íslenski sjúkrabáturinn © myndir og texti, Óskar Guðmundsson
 

16.12.2018 21:00

Dannebrog

 

       Dannebrog © mynd Ulrik Hansen, Marine Traffic, 22. apríl 2018

16.12.2018 20:21

Sævar KE 19, á strandstað við Sandgerði, í feb. 1980

 

       867. Sævar KE 19, á strandstað við Sandgerði, í feb. 1980 © mynd Emil Páll

16.12.2018 20:02

Gissur hvíti SI 55 á strandstað á Brjánslæk

 

    457. Gissur hvíti SI 55 á strandstað á Brjánslæk © mynd Svafar Gestsson 1986-87

16.12.2018 19:20

Surprise GK 4, á strandstað á Landeyjarsandi

 

 

 

      204. Surprise GK 4, á strandstað á Landeyjarsandi (strandaði 1968) © myndir Emil Páll, 197.. og eitthvað

16.12.2018 18:08

Brettingur KE 50

 

                    1279. Brettingur KE 50 © mynd Emil Páll, 16. júní 2010

16.12.2018 17:31

Finnur Fríði - 4 myndir

 

 

 

 

                        Finnur Fríði í nóv. 2018

16.12.2018 16:17

Arklow Marsh í dag á Grundartanga

 

     Arklow Marsh í dag á Grundartanga © skjáskot af skipinu í Hollandi, mynd Peter Beenties, Marine Traffic 21. okt. 2017

16.12.2018 15:40

Þorleifur EA 88, í Grímsey

 

      1434. Þorleifur EA 88, í Grímsey © skjáskot af vef Akureyrahafna, 16. des. 2018