Færslur: 2016 Maí

11.05.2016 06:00

Grímsey

 

        Grímsey © skjáskot af vef Akureyrarhafnar kl. 21.17 þ. 7. maí 2016

10.05.2016 21:00

Fórst í mannskaðaveðri, rétt áður en nýr togari í hans eigu kom til landsins - 3 myndir

Jafet Ólafsson var einn kunnasti skútuskipstjóri við Faxaflóa um og eftir aldarmótin 1900. Jafet var fæddur árið 1873, í Njarðvík, en m.a. ættaður af Vatnsleysuströnd. Hann hóf sjómennsku á barnsaldri og stundaði framan af róðra á opnum skipum. Árið 1894 tók hann að vera til sjós á þilfarsskipum og gekk í stýrimannaskólann ári síðar.


       Jafet Ólafsson skipstjóri © skjáskot úr Skútuöldinni

 

Þaðan lauk Jafet prófi með góðum vitnisburði, var þá stýrimaður í eitt ár, en eftir það skipstjóri til dauðadags. Jafet fórst í mannskaðaveðrinu mikla 7. apríl 1906, 33 ára gamall. Skip hans Sophie Wethley, hraktist upp að Mýrum og brotnaði í spón og allir menn fórust.

Að sögn heimamanna í Njarðvík og Vatnsleysuströnd sást til hans á siglingu þar fyrir utan kvöldið áður. 

 


    Sophie Westhley RE 50, líkan eftir Grím Karlsson © mynd Emil Páll

 

Jafet Ólafsson var talinn ágætur sjómaður og fyrirmyndar skipstjóri bæði hvað varðar stjórnsemi og reglusemi á öllu, er starfi hans tilheyrði. Hann var fjörmaður mikill, skjótráður og fylginn sér, aflaði í bezta lagi. Lík Jafets rak haustið eftir að slysið varð. Var hann jarðsunginn frá Reykjavík að viðstöddu miklu fjölmenni.


      Jón forseti RE 108, líkan í sjóminjasafninu Víkinni, á Grandagarði, Reykjavík © mynd Emil Páll

 

Jafet Ólafsson var einn þeirra ötulustu skipstjóra sem stofnuðu togararfélagið Alliance. (Sagður annar af stærstu hluthöfum). Ekki auðnaðist honum að sjá það félag rísa verulega á legg, því fyrsti togari þessi, Jón forseti, kom hingað fáum mánuðum eftir að Jafet hafði verið lagður til hinztu hvíldar.

 

Heimild: Skútuöldin eftir Gils Guðmundsson o.fl.

10.05.2016 20:21

Gamli og nýi tíminn mætist á Akureyrarpolli


 


 


 

 

       Gamli og nýi tíminn mætist á Akureyrarpolli © myndir Pétur B. Snæland, 6. maí 2016

10.05.2016 20:02

Valur, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur - 3 myndir


 

 

 

 

        2310. Valur, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 10. maí 2016

10.05.2016 19:20

Stórstraumsfjara í Grindavík - 2 myndir

Ekki er algjör fjara þegar myndirnar voru teknar, heldur var farið að flæða aftur að.

 

 

 

          Stórstraumsfjara, í Grindavík © myndir Emil Páll, 8. maí 2016

10.05.2016 18:19

Elli Ketils, Gáski frá Mótun, með heimahöfn í Mehamn, en hvaða bátur er þetta? - 2 myndir

Í síðustu viku sá ég þettan Gáska, frá Mótun, sem smíðaður hefur verið hérlendis fyrir einhverjum árum en var þarna með heimahöfn í Mehamn, sem ég held að sé í Noregi. Báturinn er númeralaus, en sett hefur verið á hann nafnið Elli Ketils. Spurningin er því hvaða bátur þetta hefur verið annað hvort síðast, eða best væri að fá að vita hvaða nafn hann bar fyrst.

 

 

 

      Elli Ketils ex ?, í Hafnarfirði. Heimahöfn Mehamn © myndir Emil Páll, 5. maí 2016

 

AF FACEBOOK:

Ragnar Emilsson mig grunar að þetta sé 2553

Emil Páll Jónsson Er verið að selja hann út?
 
Emil Páll Jónsson Gæti verið, því samkvæmt Samgöngustofu, er hann óskráður.
 
Ragnar Emilsson Emil Páll Jónsson ég var búinn að það væri búið að selja hann út
 

 

10.05.2016 17:18

Kristbjörg SH 112, í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, í gær - 2 myndir

 

 

 

     2468. Kristbjörg SH 112 í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 9. maí 2016

10.05.2016 16:17

Gamall og lúinn stálbátur í Reykhólasveit

 

       Gamall og lúinn stálbátur í Reykhólasveit © mynd Jón Halldórsson, nonni.123.is 4. maí 2016

10.05.2016 15:16

Bothnia, á Akureyri

 

          Bothnia, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 6. maí 2016

10.05.2016 14:15

Á Eyjafirði

 

      Á Eyjafirði © mynd Víðir Már Hermannsson, 4. maí 2016

10.05.2016 13:31

Hólmasól, frá Akureyri

Búið er að skrá farþegarbátinn sem Elding keypti nýlega og er til breytinga í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Mun hann fá nafnið Hólmasól og hafa heimahöfn á Akureyri. Að sögn Vignis Sigursveinssonar er þess vænst að hann verði tilbúinn um Sjómannadag, en fram að þeim tíma mun Hafsúlan verða gerð út frá Akureyri.


          2922. Hólmasól, með heimahöfn á Akureyri, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

                                      © mynd Emil Páll, 9. maí 2016

10.05.2016 13:14

Arnarlax, á Bíldudal

 

           Arnarlax á Bíldudal © mynd Sigurður Bergþórsson, í maí 2016

10.05.2016 12:13

Nýja Eldingarskipið - í lagfæringum og breytingum í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur

 

       Nýja Eldingarskipið - í lagfæringum og breytingum í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 9. maí 2016

10.05.2016 11:12

Særún, í Vogum

 

                    Særún, í Vogum © mynd Emil Páll, 8. maí 2016

10.05.2016 10:11

Embla, í Stavanger í Noregi

 

           7748. Embla, í Stavanger í Noregi © mynd Rafnar hf. 7. maí 2016