Færslur: 2016 Maí

12.05.2016 17:18

Þrír, á Siglufirði

 

               Þrír á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 12. maí 2016

12.05.2016 16:24

Tryggve B N-142-SO í Vesterålen

 

   Tryggve B N-142-SO í Vesterålen © mynd Guðni Ölversson, í maí 2016

12.05.2016 15:16

Rannsókn sjóslyssins út af Aðalvík, á frumstigi

Rannsókn stendur yfir á Brekkunesi ÍS, en bátnum hvolfdi í gær með þeim afleiðingum að Eðvarð Örn Kristinson fórst. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom með Brekkunes í eftirdragi til Bolungarvíkur laust eftir miðnætti. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir að rannsóknalögreglumenn og fulltrúar frá Rannsóknanefnd samgönguslysa hafi skoðað bátinn í morgunsárið og eru að störfum í dag. Rannsóknin er á frumstigi að sögn Hlyns og of snemmt að segja til um orsakir slyssins.

Umfangsmikil leit hófst að bátnum um klukkan hálfníu í gærmorgun eftir að hann datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Gunnar Friðriksson, flugvél Landhelgisgæslunnar og nærstaddir bátar tóku þátt í leitinni en á ellefta tímanum fannst báturinn á hvolfi og skipverjinn í sjónum. Hann var úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar.

Texti: BB.is


              7398. Brekkunes ÍS 110 © mynd Jónas Jónsson, í sept. 2014

12.05.2016 14:17

Lønnøy H-7-8

 

        Lønnøy H-7-8 © mynd Einar Thormassem,  FiskeribladetFiskaren 29. apríl 2016

12.05.2016 14:15

Grind í Leirvíksfirði, Færeyjum

 

             Grind í Leirvíksfirði, Færeyjum © mynd jn.fo 11. maí 2016

12.05.2016 12:13

Unnur F-11-H ex 2397. í Vesterålen

 

      Unnur F-11-H ex 2397. í Vesterålen © mynd Guðni Ölversson, í maí 2016

12.05.2016 11:12

Frú Magnhildur GK 222, í Keflavíkurhöfn

 

      1546. Frú Magnhildur GK 222, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 11. maí 2016

12.05.2016 10:11

Dreki Haraldar Hárfagra, er skútan kom til Reykjavíkur

 

    Dreki Haraldar Hárfagra, er skútan kom til Reykjavíkur © mynd Fréttablaðið, 10. maí 2016

12.05.2016 09:10

Lundi RE 20, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

 

      950. Lundi RE 20, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 11. maí 2016

12.05.2016 08:00

Fyrrum björgunarskip, verður nú þjónustuskip fyrir laxeldi

Björgunarskipið sem síðast hét Jón Oddgeir, þar áður Hannes Þ. Hafstein og þar á undan Oddur V. Gíslason, er nú að fá nýtt hlutverk undir nafninu Valur með heimahöfn í Kópavogi. Þeir sem keyptu Aðalberg BA og létu breyta í Hauk HF, keyptu björgunarskipið og mun það fara í sömu höfn og Haukur þ.e. Tálknafjörð og þjóna þar fiskeldi.

 

      2310. Valur, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 9. maí 2016

12.05.2016 07:00

Perla, komin í Hafnfirska-pottinn

Búið er að draga sanddæluskipið Perlu upp í fjöru í Hafnarfirði, þar sem hann verður rifinn og því má segja að skipið sé komið í Hafnfirska-pottinn.

 

1402. Perla, í Hafnarfjarðarhöfn  - á leið í niðurrif, þar sem það er komið nú © mynd Emil Páll, 5. maí 2016

12.05.2016 06:01

Hólmasól, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær

 

        2922. Hólmasól, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 11. maí 2016

11.05.2016 21:00

Kristbjörg SH 112, skorin í sundur, - 9 myndir með mannamyndum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag

Í dag kom að því að Kristbjörg SH 112 var tekinn í sundur og gert ráð fyrir lengingu upp á 4.5 metra og var síðar í dag hafist handa við að koma botninum í og tengja þar með aftur- og framhlutann. Myndir af botninum, bíða til morguns, en ég birti nú myndir af því þegar báturinn fór í tvo hluta. Eins og ég sagði frá fyrr í dag koma mannamyndir með, svona sem smá léttleiki, því svo skemmtilega vill til að í dag er 11. maí sem var lokadagur vetrarvertíðar, þar til samið hafði verið um mánaðarlegt uppgjör á sjónum. - Alls eru því 9 myndir sem nú birtast, en ég birti ekki nöfn þeirra sem sjást á myndunum.


 


 


 


 


 


 


 


 

 

           2468. Kristbjörg SH 112 o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag

                             © myndir Emil Páll, 11. maí 2016

 

11.05.2016 20:40

Triton ST 100, að koma til Hólmavíkur - 3 myndir


 

 

 

 

    7714. Triton ST 100, að koma til Hólmavíkur © myndir Jón Halldórsson, nonni.123.is, í maí 2016

11.05.2016 20:21

,,Hann er asskoti ánægður með tilveruna núna karlinn á Ísbirninum" - 3 myndir


 

 

 

 

    ,,Hann er asskoti ánægður með tilveruna núna karlinn á Ísbirninum" © mynd og texti: Guðni Ölversson, 9. maí 2016