Færslur: 2016 Mars

13.03.2016 07:00

Hanna, staðgengill Arnarfells

Eins og áður hefur komið fram lenti Arnarfell, skip Samskips í árekstri fyrir nokkru og varð að fá annað skip til að leysa það af á meðan viðgerð færi fram. Það skip heitir Hanna og er í þessum orðum að nálgast Garðskaga í fyrstu ferð sinni til landsins sem staðgengill Arnarfells.


      HANNA, leiguskip Samskips sem leysir Arnarfell af sem er í viðgerð © mynd R. Olsthoorn, MarineTraffic, 4. nóv. 2010

13.03.2016 06:01

Sóley náðist á flot í gærkvöldi

Eins og fram koma hér á síðunni í gær urðu skemmdir á stóru Flotkvínni í Hafnarfirði í fyrradag, en önnur festing hennar gaf sig. Í kvínni var Sóley og tókst í gærkvöldi að ná henni á flot og hér eru myndir af því þegar það gerðist. Þarna má sjá Magna, Hamar, Þrótt og Köfunarþjónustu Sigurðar sem komu að verkinu.


            2686. Magni, 2489. Hamar og 370. Þróttur, auk 1894. Sóley


 

                           370. Þróttur og 1894. Sóley
 


                                 Köfunarþjónusta Sigurðar og 1894. Sóley

                                      2686. Magni og 1894. Sóley


          1894. Sóley, í gærkvöldi í Hafnarfirði © myndir Sigurður Stefánsson

12.03.2016 21:00

Laxfoss, á Fáskrúðsfirði - 6 myndir


 


 


 


 

 

 

              Laxfoss, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason
 

12.03.2016 20:40

Vigri og Örfirisey, á Stakksfirði, í dag - 3 myndir

Einmitt þegar verður er frekar leiðinlegt til sjávar, koma óvæntar uppákomur fyrir linsuna hjá mér. Á ég þá við skip sem ekki eru fyrir framan mig oft. Í dag lenti t.d. Örfirisey RE 4 í þremur syrpum hjá mér en aðrir sjaldnar. Svo einkennilegt sem það er, þá náði ég aldrei að smella af Vigna nema af skutnum eins og sést á þessum myndum.

 

      2184. Vigri RE 71 og 2170. Örfirisey RE 4, út af Helguvík, í dag

                         2184. Vigri RE 71, út af Helguvík, í dag

 

  2170. Örfirisey RE 4, út af Helguvík © myndir Emil Páll, í dag 12. mars 2016

 

12.03.2016 20:21

Sólarlag kvöldsins á Húsavík (í fyrrakvöld) - 3 myndir


 

 

 

 

      Sólarlag kvöldsins á Húsavík (í fyrrakvöld) © myndir Svafar Gestsson, 11. mars 2016

12.03.2016 20:02

Örfirisey RE 4, út af Keflavík um miðjan dag í dag - 2 myndir

Í dag tók ég mynd af togaranum yfir bæinn og slíkar myndir finnst mörgum skemmtilegar, en svona myndir tek ég annað slagið. Þá birti ég líka skjáskot af MarineTraffic, sem tekin var á svipuðum tíma, en tímasetningar koma fram undir báðum myndunum.

 

      2170. Örfirisey RE 4, út af Keflavík, í dag kl. 16.10 © mynd Emil Páll, 12. mars 2016

 

      2170. Örfirisey RE 4, út af Keflavík, í dag © skjáskot af MarineTraffic, kl. 16.08 þann 12. mars 2016

12.03.2016 19:20

Sigurbjörg ÓF 1, í Helguvík, í dag

Nú síðdegis kom togarinn Sigurbjörg ÓF 1, til Helguvíkur, hverra erinda veit ég ekki, en mjög fátítt er að þetta skip komi að bryggju í Helguvík.

 

       1530. Sigurbjörg ÓF 1, í Helguvík, nú síðdegis © mynd Emil Páll, 12. mars 2016

12.03.2016 18:19

Havung, í Aalesundi, Noregi

 

     Havung, í Aalesundi, Noregi © mynd Aage, shipspotting 10. mars 2016

12.03.2016 17:18

Pétur Mikli, á Húsavík

 

         7487. Pétur Mikli, á Húsavík © mynd Svafar Gestsson, 11. feb. 2016

12.03.2016 16:17

Bjarti NK, breytt í fljótandi gistiheimili

Hópur athafnamanna ætlar að kaupa frystitogarann Bjart NK-121 af Síldarvinnslunni í Fjarðabyggð og breyta honum í fljótandi gistiheimili.

Stendur til að koma Bjarti í slipp þar sem skipið yrði undirbúið fyrir að koma því á varanlegan stað, helst að hluta til á landi.  Þá á að bæta við um 25 klefum á millidekki  en á dekki yrði veitingastaður, í lest gallerý og í brúnni yrði svo bar. „Einnig er áætlað að í skipinu verði minjagripabúð og verður skipið opið gangandi vegfarendum sem vilja skoða skipið eða fá sér kaffibolla.“

 Fá þeir skipið afhent í lok sumar. Síðan sé stefnt að opnun Bjarts sem fljótandi gistiheimilis á vor mánuðum 2017.  

 


         1278. Bjartur NK 121 © mynd Bjarni Guðmundsson, 27. jan. 2011

12.03.2016 15:16

Guðborg NS 138, í Keflavíkurhöfn


        2138. Guðborg NS 136, í Keflavíkurhöfn © mynd Sigurður Bergþórsson,

                                         MarineTraffic, 1. mars 2016

12.03.2016 14:34

Festibolti í flotkví slitnaði í gær og var skip í kvínni

Eftirfarandi má lesa á mbl.is:

Festi­bolti í flot­kví Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar í Hafn­ar­fjarðar­höfn losnaði í gær en skipið Sól­ey, sem er í eigu Björg­un­ar, er í flot­kvínni og bíður þess að verða sett á flot. Slæmt veður var í nótt og verður áfram í dag. 

„Það bilaði festi­bolti og þá losnaði dokk­inn að hálfu leyti. Það fór fram bráðabirgðaviðgerð í nótt og verður skip­inu komið á flot í nótt en svo verður farið í al­vöru­viðgerð þegar veðrið læg­ir,“ seg­ir Ei­rík­ur Orm­ur Víg­lunds­son for­stjóri vélsmiðjunn­ar. 

Skipið Magni hef­ur verið á staðnum í dag og veitt aðstoð. „Hafn­ar­fjarðar­höfn er ekki með vakt all­an sól­ar­hring­inn. Magni var á leið frá Helgu­vík þannig að við feng­um hann til að koma og hjálpa okk­ur. Hann verður hér svo áfram. Þetta er bara til þess að við get­um verið ör­ugg um að ekk­ert geti komið upp á,“ seg­ir Ei­rík­ur og bæt­ir þeir hafi nú stjórn á aðstæðum og að beðið sé eft­ir að veðrið lægi og hægt verði að koma Sól­eyju á flot. 

„Þetta er bara óhapp sem eng­inn gat séð fyr­ir. En það breyt­ir því ekki að bolt­inn á að halda í öll­um veðrum. Hann hef­ur verið í flot­kvínni frá því að hún var smíðuð, í ein 16 eða 17 ár, og þetta hef­ur aldrei komið fyr­ir áður,“ seg­ir Ei­rík­ur. 


      Flothvíarnar, í Hafnarfirði og var það sú stærri sem óhappið varð á

                                  © mynd Tryggvi, 14. júní 2013

12.03.2016 14:15

Mjölnir, á Akureyri

 

     1731. Mjölnir, á Akureyri © mynd Víðir Már Hermannsson, 11. mars 2016

12.03.2016 13:14

Amanda, M-219-G, í Alesundi, Noregi

 

    Amanda, M-219-G, í Alesundi, Noregi © mynd Aage, shipspotting 10. mars 2016

12.03.2016 12:13

Örfirisey RE 4, í vari á Stakksfirði

Um kl. 11.30 tók ég þessa mynd af togaranum. Tökustaður er Vatnsnes í Keflavík.

 
               2170. Örfirisey RE 4, í vari á Stakksfirði kl. 11. 30 í morgun.

           Tekið frá Vatnsnesi, í Keflavík © mynd Emil Páll, 12. mars 2016