Færslur: 2016 Febrúar

04.02.2016 17:49

Tæplega 1000 tonna kvóta fylgdi Óla á Stað

Kvótinn:

Fá tæp 1.000 tonn með Óla á Stað

04.02.2016

Fá tæp 1.000 tonn með Óla á Stað
Fjallið SWandfell við sunnaverðan Fáskrúðsfjörð er einstakt að gerð og á fá eða enga sinn líka.

Fjallið SWandfell við sunnaverðan Fáskrúðsfjörð er einstakt að gerð og á fá eða enga sinn líka.

„Við erum að styrkja okkur enn frekar en áður í bolfiskveiðum og vinnslu og erum taka inn möguleika á línuveiðum, en fiskur veiddur á línu er af miklum gæðum og eftirsóttur á mörkum. Við erum nú komnir með um 6.500 tonna kvóta í bolfiski, þar af eru um 4.200 tonn þorskur. Á síðustu fimm árum höfum við styrkt stöðu okkar í bolfiskinum um 2.300 tonn af þorski. Við erum búnir að tvöfalda rúmlega veiðiheimildirnar í þorski þessum tíma,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, í samtali við kvotinn.is
Dótturfyrirtæki Loðnuvinnslunnar, Hjálmar hf. hefur keypt línubeitningarbátinn Óla á Stað frá Grindavík. Hjálmar er fyrirtæki sem Loðnuvinnslan keypti frá Grundarfirði, þegar Haukabergið var keypt þaðan síðastliðið sumar.  Óla á Stað fylgja heimildir sem nema 1.163 tonn af botnfiski, uppistaðan þorskur. Báturinn er um ársgamall og er í flokki stærstu bátanna í krókakerfinu.
„Við látum svo frá okkur upp í kaupin 200 tonn í stóra kerfinu“, segir Friðrik Mar en hann vill ekki gefa upp kaupverðið.
„Báturinn mun bera nafnið Sandfell eftir fallegu fjalli hérna sunnanmegin í firðinum, sem er gömul eldstöð. Þá verðum við framvegis með Sandfellið á línu og  Ljósafellið á trolli, en Haukabergið var selt vestur á Patreksfjörð.“
Starfsemi Loðnuvinnslunnar byggist að öðru leyti á uppsjávarfiski og gerir fyrirtækið út uppsjávarveiðiskipið Hoffell og kaupir töluvert af afla  færeyskum og norskum skipum. „Með því að auka umsvifin í bolfiski minnkum við sveiflurnar í rekstrinum og stöndum sterkari eftir það,“ segir Friðrik Mar.
Myndina við bátinn Sandfell tók Óðinn Magnússon en á henni eru skipstjórinn Rafn Arnarson, Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri og Kjartan Reynisson útgerðarstjóri. Myndina af fjallinu Sandfelli tók Jónína Óskarsdóttir.

04.02.2016 17:18

Snæfell EA 310, á Akureyri - unnið í gær að uppsetningu á myndavélum

 

     1351. Snæfell EA 310, á Akureyri - unnið í gær að uppsetningu á myndavélum © mynd Víðir Már Hermannsson, 3. feb. 2016

04.02.2016 16:17

Baldur VE 24

 

             310. Baldur VE 24 © mynd úr Ísland 1990

04.02.2016 15:16

Ásgeir RE 281

 

                       295. Ásgeir RE 281 © mynd Snorri Snorrason

04.02.2016 14:15

Ásbjörg RE 55

 

                       292. Ásbjörg RE 55 © mynd Snorri Snorrason

04.02.2016 13:14

Andvari RE 101, í Keflavík

 

         282. Andvari RE 101, í Keflavík © mynd Emil Páll

04.02.2016 12:13

Andvari ÍS 56, í Keflavíkurhöfn

 

             281. Andvari ÍS 56, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

04.02.2016 11:12

Kristín GK 81, í Njarðvík

 

                276. Kristín GK 81, í Njarðvík © mynd Emil Páll

04.02.2016 10:11

Þór og einn breskur, í Þorskastríðinu

 

       229. Þór og einn breskur í Þorskastríðinu © mynd  BBC News

04.02.2016 09:10

Jón Bjarnason SF 3 - Fór upp á sker við Papey og sökk

 

        202. Jón Bjarnason SF 3 - Fór upp á sker við Papey og sökk © mynd Hilmar Bragason

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Man nú ekki alveg nafnið á skerinu eða hvort það heitir eitthvað yfirhöfuð en þetta var austan við eyna nánast beint framundan Áttahringsvognum þar sem varalending Papeyjarferjunar Gísla í Papey er. Mér skildist að lengi vel hefði nótin úr bátnum marrað í sjóskorpuni og skapað hættu þeim sem sigldu sundið innan við þetta sker.

04.02.2016 08:00

Mánatindur SU 95

 

                      149. Mánatindur SU 95 © mynd Snorri Snorrason

04.02.2016 07:00

Ljósafell SU 70

 

                           143. Ljósafell SU 70 © mynd Snorri Snorrason

04.02.2016 06:03

Akraborg EA 50

 

     3. Akraborg EA 50 © mynd Hebba á Breiðdalsvík, eign Guðna Ölverssonar

03.02.2016 21:00

Arnarnúpur ÞH 272 - 11 myndir o.fl.

Smíðanúmer 49 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1965. Hljóp af stokkum 10. des. 1965. Afhentur í mars 1966. Yfirbyggður að hluta 1973. Lengdur Noregi 1973. Yfirbyggður 1977. Lengdur aftur 1990. Sett á hann ný brú í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1992, sem flutt hafði verið notuð frá Noregi.  Seldur úr landi til Nýfundalands (Kanada) 10. febrúar 2004.

Árið 1966 setti Eggert Gíslason, skipstjóri og eigandi Gísla Árna RE 375 síldveiðimet á skipið, sem stóð allt til ársins 1994.

Skipið átti að afhendast til Vopnafjarðar að lokinni loðnuvertíð 1996, en kom þangað á sumardaginn fyrsta 25. apríl.

Eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið lá það að mestu í höfn á Reyðarfirði, þar til það var selt út í febrúarbyrjun 2004, eða í rúm  3 ár.

Nöfn: Gísli Árni RE 375, Sunnuberg GK 199, Sunnuberg NS 199, Arnarnúpur ÞH 272 og  Sikuk.

Hér kemur syrpa af bátnum, sem Arnarnúpur og tók Svafar Gestsson myndirnar.


                                        1002. Arnarnúpur ÞH 272


                                                 Í kví, á Akureyri


               Hér liggur Arnarnúpur utan á Hágangi, á Reyðarfirði


 

                                            Á síldveiðum

 


                                                         Dæling

                          Helgi heitinn skipstjóri og Gestur vélstjóri


                                                     Með gott kast á síðunni


                                                    Vélarúmið


                                            WICHMANN aðalvél

 


                   WICHMANN ný sprautuð © myndir Svafar Gestsson

03.02.2016 20:21

Esjan, í gær - 2 myndir


 

 

                 Esjan, í gær © myndir Pétur B. Snæland, 2. feb. 2016