Færslur: 2016 Febrúar

07.02.2016 11:12

Mjóifjörður

 

         Mjóifjörður © skjáskot af heimasíðu Fjarðarbyggðar, 6. feb. 2016

07.02.2016 10:11

Gerda Marie H-32-AV, landar á Fáskrúðsfirði 135 tonnum af loðnu sem fór í frystingu

 

       Gerda Marie H-32-AV, landar  á Fáskrúðsfirði 135 tonnum af loðnu sem fór í frystingu © mynd Loðnuvinnslan 6. feb. 2016

07.02.2016 09:10

Fáskrúðsfjörður

 

       Fáskrúðsfjörður © skjáskot af heimasíðu Fjarðarbyggðar, 6. feb. 2016

07.02.2016 08:09

Sandfell SU 75, kemur úr fyrsta róðri með 12,5 tonn

 

      2841. Sandfell SU 75, kemur úr fyrsta róðri með 12,5 tonn © mynd Loðnuvinnslan 6. feb. 2016

07.02.2016 07:08

Eskifjörður

 


         Eskifjörður © skjáskot af heimasíðu Fjarðarbyggðar, 6. feb. 2016

07.02.2016 06:26

Þorleifur EA 88 o.fl. í Grímsey

 

      1434. Þorleifur EA 88 o.fl. í Grímsey © mynd af vefmyndavél Akureyrarhafnar, 6. feb. 2016 kl. 15.10

06.02.2016 21:00

Myndir og frásögn af björgun áhafnarinnar á Kópanesi RE 8 og endalokum skipsins

 

Þann 1. des. 2013 barst mér myndir sem teknar voru af því þegar Kópanes RE 8, fór nánast á hliðina úti á rúmsjó. Birti ég samdægurs myndir þessar og sagði, frá björgun mannanna o.fl. því tengt. Birtingin nú er því önnur birting mín á þessari syrpu.

 

Atburður þessi átti sér stað laust fyrir kl. 16, 28. febrúar 1973, en þá sendi Kópanesið út hjálparbeiðni, því skipið hafði farið skyndilega á hliðina er það var á miðunum út af Reykjanesi. Veiðarfæri skipsins var úti og því ekki hægt að beita skrúfu skipsins til að rétta það við, þar sem mikil hætta var á að veiðarfærin í skrúfuna.

Sæunn GK 220, skipstjóri  Hallgrímur Færseth, var þarna skammt undan og komu þeir Kópanesinu strax til hjálpar. Er Sæunn kom að Kópanesinu var mikill halli kominn að skipinu og óttuðust menn að því myndi hvolfa ( sjá meðfylgjandi myndir)

Eins og sést á myndum þeim sem Sigurður Jóhannsson, skipverji  á Sæunni tók fór áhöfnin fljótlega í gúmíbátinn og þaðan yfir í Sæunni, nema skipstjórinn sem ákvað að vera lengur um borð, þar sem Sæunn átti að freista þess að draga skipið til Grindavíkur. Eftir að dráttartaug hafði verið komið milli skipanna gekk ferðin að óskum. Veður var sæmilegt og sjólítið að sögn Sigurðar.

Fljótlega virtist hallinn á Kópanesinu aukast og því var ráðlegt að skipstjórin yrði ekki lengur um borð og þar sem Magnús NK 72 var einnig á vettvangi stökk skipstjóri Kópanessins um borð í Magnús, sem hafði siglt upp að Kópanesinu.

Eftir nokkra stund virtist Kópanesið vera að rétta sig við aftur og var skipið nánast orðið rétt er skipin komu í innsiglinguna til Grindavíkur, en þá varð það óhapp að dráttartaugin slitnaði og ekki náðist að koma  taug aftur á milli og rak Kópanesið þá upp í fjöru, nánast beint á móti þeim stað sem Gjafar VE hafði strandað nokkrum dögum áður.

 

Allan þennan tima hafði ljósavélin á Kópanesinu verið i gangi og því áttu menn betra með að fylgjast með skipinu, en á næstu dögum komu hver brotsjórinn á fætur öðrum og áður en menn vissu að var skipið farið að skemmast í fjörunni og þar

Hér fyrir neðan koma myndir frá Sigurði Jóhannssyni af björgun skipverjanna og síðan myndir sem ég tók af Kópanesinu í fjörunni í Grindavík, nokkrum dögum síðar

 

Kópanes RE 8, var aðeins tveggja ára skip, smíðað í Stálvík, Garðabæ

                1154. Kópanes RE 8, var farið að halla mikið, þarna, þegar Sæunn kom að því

                   Áhöfnin fyrir utan skipstjórann yfirgefur Kópanesið og fer í gúmíbátinn

 

                                 Skipverjarnir á leið yfir í Sæunn GK, í gúmíbátnum

                          Skipverjar af Kópanesi koma í gúmíbátnum að Sæunni

                             Skipbrotsmönnum hjálpað um borð í Sæunni GK

 
 

          Nokkrum dögum eftir strandið leit Kópanesið svona út

 

                 © Litmyndir: Sigurður Jóhannsson, 28. febrúar 1973

                 © Svart/hvítu myndirnar: Emil Páll, í upphafi marsmánaðar 1973

 

06.02.2016 20:21

,,Seniverinn" orðinn Orri GK 63, frá Sandgerði - 3 myndir

Hinn frægi eikarbátur sem oftast gengur undir nafninu ,,Seniverinn", sökum þess að fyrir 50 árum var hann tekinn á leigu og var ferðinni heitið til Belgíu þar sem báturinn var fylltur af Seniver og sigldi hann síðan heim á ný og var búið að skipa upp úr honum og fela góssið í gömlu skipsflaki inni á sundum við Reykjavík, er upp um málið komst.

Nú stendur til að báturinn verði í tveimur kvikmyndum og má búast við að hann fari fljótlega í þau verkefni. Báturinn heitir núna Orri GK 63 og er frá Sandgerði. Hér sjáum við þrjá myndir sem ég tók í gær af bátnum við bryggju í Njarðvík.


 

 

 

 

      923. Orri GK 63 ex ÍS 180, í Njarðvik, eigandi Valþjófur ehf. Sandgerði © myndir Emil Páll, 5. feb. 2016

 

06.02.2016 20:02

Skar 7 hákarla, í kuldanum, í fyrradag - 3 myndir

 

 

 

 

 

 

 

Seigur hann Bjössi P - Benedikt Sigurbjörn Pétursson var að skera 7 hákarla í kuldanum í fyrradag, sem verða orðnir átuhæfir 2017 © myndir Jón Halldórsson, á Hólmavík, 4. feb. 2016

 

 

 

 

06.02.2016 19:20

Sigla heim av Flemish Cap fyrsta dagin

jn.fo:


                                                            Eivind VN 132 © mynd JN.FO
Vinna06-02-2016 - 16:21 - Jóanis Albert Nielsen

KVF.fo skrivar; Føroysku línuskipini á Flemish Cap hava framvegis góðan fiskiskap, upp í 10 tons um samdøgrið, og gongst sum ætlað fara øll skipini væntandi at sigla heim fyrsta dagin.

Í løtuni royna Ågot, Klakkur, Kambur og Eivind á Flemish Cap, og øll hava landað ein túr í Saint Pierre.

Tað mesta, skipini fáa, er toskur.

14 mans eru við Ågot, og yvirhøvur hevur viðrað væl, sigur Kristian Olsen, stýrimaður.

06.02.2016 18:19

Liafjord

 

             Liafjord © mynd  fiskeribladet fiskaren, noregi  Eivind Sævik.

06.02.2016 17:18

Torbas SF - 4 - V og Birkeland H-87-AV, í Norðfirði, í gær

 

        Torbas SF - 4 - V og Birkeland H-87-AV, í Norðfirði, í gær © mynd Bjarni Guðmundsson, 5. feb. 2016

06.02.2016 16:17

Torbas SF - 4 - V, í Norðfirði, í gær

 

      Torbas SF - 4 - V, í Norðfirði, í gær © mynd Bjarni Guðmundsson, 5. feb. 2016

06.02.2016 15:16

Manon H-26-A, í Norðfirði, í gær

 

     Manon H-26-A, í Norðfirði, í gær © mynd Bjarni Guðmundsson, 5. feb. 2016

06.02.2016 14:15

ESPERANZA DEL MAR og JUAN DE LA COSA

 

Hér er nokkuð merkilegt skip,ESPERANZA DEL MAR sem er spænskt spítalaskip og er mikið á ferðinni m.a við vestur Afríku.

Þetta skip er smíðað 2001 og er 99m x 18m og 4983 gross tonn. Ef rýnt er í myndina má sjá annað spænskt spítalaskip, JUAN DE LA COSA, fyrir miðri mynd. Það var smíðað 2006,en er aðeins minna.

Er það kannski misminni í mér,að fyrir mörgum árum þegar smuguveiðar íslendinga norður í Barentshafi voru hvað mestar, hafi verið sendur læknir með varðskipinu Óðni til að þjónusta allann þennann flota íslenskra skipa. Þetta fannst mörgu smámenninu óskaplegt bruðl hjá lítilli þjóð.  © mynd og texti: Baldur Sigurgeirsson, í feb. 2016

 

AF FACEBOOK:

Magnús Þorvaldsson Vs. Óðinn var með síldveiðiflotanum í norðurhöfum sumarið 1968. Skurðlæknir frá Landsspítalanun var þar um borð. Ég mað að það kom sér vel.

 

Baldur Sigurgeirsson Samkvæmt heimildum,er þetta stærsta sérhæfða spítalaskip sem hefur verið byggt. Það eru til stærri skip,en það eru allt gömul skemtiferðaskip eða ferjur sem hefur verið breytt. Ég veit um íslenska sjómenn við vestur afríku sem hafa fengið góða læknishjálp um borð í þessu skipi.

Mynd frá Baldur Sigurgeirsson