Færslur: 2016 Janúar

06.01.2016 13:14

Skollaleikurinn með Dóra GK

Eins og menn muna þá fór fram hjá Sólplasti í Sandgerði stytting á Dóra GK 42, með þeim árangri að báturinn var 13.40 m. að ytra máli, en aðeins 12 metrar að innra máli. Var þetta gert eftir samþykktum og stimpluðum teikningum hjá Samgöngustofu. Þetta var þannig gert að sett voru hólf í bátinn bæði að aftanverðu og eins fremst og voru boruð göt á bátinn þar sem þessi hólf a.m.k. þau að framan, þannig að sjórinn gæti farið inn og út aftur.

Engu að síður hefur Samgöngustofa nú farið fram á að fleiri göt væru sett á bátinn og er hann nú í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem götum að framan hefur verið fjölgað. Eins og sjá má á myndunum tveimur sem ég tók núna áðan.

 


 


        Boruð hafa verið níu götu hvoru meginn að framan, í 2604. Dóra GK 42

                                     © myndir Emil Páll, 6. jan. 2016

06.01.2016 12:13

Arctic Star ex 1291. Arnar SH, Sæþór EA, Votaberg SU, Jón Helgason SF og ÁR, í Bergen, Noregi

 

      Arctic Star ex 1291. Arnar SH, Sæþór EA, Votaberg SU, Jón Helgason SF og ÁR, í Bergen, Noregi © mynd Tore Hettervik, 25. apríl 2013

06.01.2016 11:12

Kambaröst RE 120, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði

 

     120. Kambaröst RE  120, í gamla Drafnarslippnum í Hafnarfirði, 2008

06.01.2016 10:11

Nesfisksbátarnir Arnþór GK 20, Siggi Bjarna GK 5 og Benni Sæm GK 26, í Sandgerði

 

      Nesfisksbátarnir 2325. Arnþór GK 20, 2454. Siggi Bjarna GK 5 og 2430. Benni Sæm GK 26, í Sandgerði © mynd Emil Páll fyrir mörgum árum

06.01.2016 09:10

Dröfn, við bryggju á Drangsnesi

 

     1574. Dröfn, við bryggju á Drangsnesi © mynd Árni Þór Baldursson

06.01.2016 08:00

Geysir og Ísafold, í höfninni í Hirtshals

 

          Geysir og Ísafold, í höfninni í Hirtshals © mynd Guðni Ölversson

06.01.2016 07:00

Freyr SF 20 o.fl. reknetabátar á Hornafirði

 

       1286. Freyr SF 20 o.fl. reknetabátar á Hornafirði © mynd Hilmar Bragason um 1980

06.01.2016 06:00

Quo Vadis, Carpé Diem og Que Sera Sera, í Marokko

 

        1012. Quo Vadis, 1031. Carpé Diem og 2724. Que Sera  Sera í Marokko © mynd Svafar Gestsson

05.01.2016 21:00

Sólplast í dag: Alma, Eyja og Þrasi - 9 myndir af þremur bátum

Hér kemur syrpa sem ég tók í dag hjá Sólplasti, í Sandgerði. Birti ég nú níu myndir af bátunum þremur og fyrir ofan hvern og einn kemur smá frétt um bátinn.

 

                           6745. Eyja GK 305

Bátur þessi var tekinn út úr húsið og farið með hann beint heim til eigandans úti í Garði. Hjá Sólplasti fór fram eðlilegt viðhald s.s. málning, en ekki var þó búið að merkja bátinn er hann fór.


 


 


 


         6745. Eyja GK 305, á heimleið í Garðinn © myndir Emil Páll, 5. jan. 2016

 

                                  5904. Alma KE 44

Þar sem eigandaskipti hafa orðið á bátnum, hef ég grun um að hann verði með

annað nafn þegar breytingum á honum er lokið, en þó nokkrar breytingar fara

fram á bátnum. Hér á myndunum sést er verið var að færa bátinn yfir pláss

það sem Eyja var í.


 


 


        5904. Ex Alma KE 44, við Sólplast í dag © myndir Emil Páll, 5. jan. 2016

 

                   7760. Þrasi SH 375, íhlaupavinna og er til sölu

Bátur þessi brann í höfn á Snæfellsnesi fyrir nokkrum misserum og komst þá

í eigu Sólplasts, sem notar hann sem íhlaupavinnu. Í dag var verið að vinna

í honum, en báturinn er til sölu.


                                       Verið að slípa í bátnum í dag


            7760. Þrasi SH 375, hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 5. jan. 2015

05.01.2016 20:21

Fimm mönnum bjargað við erfiðar aðstæður. - margar myndir

Björgun við Lófót -

Báturinn á strandstað. (Mynd: NRK)

 

Fimm manna áhöfn var bjargað úr sökkvandi dragnótabát við Lófót í Norður-Noregi í gær. Björgunarsveitarmenn segjast ekki hafa tekið þátt í jafn erfiðri björgunaraðgerð á ferlinum. Frá þessu er skýrt á vef RÚV.

 

Dragnótabáturinn Kim Roger er 27 metra langur. Honum var siglt frá Lófót eyjaklasanum. Í morgun barst tilkynning um að vél bátsins hefði stöðvast þar sem mjög vont væri í sjóinn. Ekki var fullvíst af hverju það hefði gerst - líklega hefði net flækst í skrúfu bátsins. Mikill vindur var á hafsvæðinu og ölduhæðinn 4-5 metrar.

Þegar björgunarþyrla kom á vettvang var komin 90 gráðu slagsíða á bátinn og áhöfnin hélt dauðahaldi í borðstokkinn. Tveir þeirra fóru þá í sjóinn. Þegar búið var að hífa þá um borð í björgunarþyrluna fóru hinir þrír einnig í sjóinn og var einnig bjargað um borð í þyrluna. Ekki leið langur tími eftir það þar til báturinn sökk.

Aðgerðastjórinn á vettvangi - Per Johan Odegaard - segir að án nokkurs vafa hafi þetta varið átakamesta björgunaraðgerð á hans ferli.

Sjá myndband af aðstæðum á slysstað á vef norska sjónvarpsins NRK

 

Fleiri myndir af nrk.is


 


 


 


 

 
 
 

05.01.2016 20:02

Farsæll SH 30 og Harpa GK 111 í Daníelsslipp, í Reykjavík

 

    1629. Farsæll SH 30 og 1674. Harpa GK 111 í Daníelsslipp, í Reykjavík © mynd Ísland 1990

05.01.2016 19:20

Benjamín Guðmundsson SH 208 o.fl. í Ólafsvík

 

          1318. Benjamín Guðmundsson SH 208 o.fl. í Ólafsvík © mynd Ragnar Emilsson, 2008

05.01.2016 18:19

Norma Mary H110, á Akureyri, í dag

 

          Norma Mary H110, á Akureyri, í dag © mynd Þorgeir Baldursson, 5. jan. 2016

05.01.2016 17:47

Sædís ÍS seld til Noregs

bb.is | 05.01.2016 |

Sædís við Blakkabás á Hornströndum.
Sædís við Blakkabás á Hornströndum.
 

Búið er að selja bátinn Sædísi ÍS til Stavanger í Noregi þar sem báturinn verður gerður út á netaveiðar. Sædís hefur verið gerð út frá Bolungarík, bæði á línu- og netaveiðum. Ásamt veiðum hefur Sædís verið í farþegaflutningum á Hornströndum. Vefurinn Aflafréttir greinir frá þessu.

05.01.2016 17:18

Lómur GR 6-308, á Akureyri, í dag

 

          Lómur GR 6-308, á Akureyri, í dag © mynd Þorgeir Baldursson, 5. jan. 2016