Færslur: 2015 Júlí

07.07.2015 21:00

Daðey GK 777, kemur í slippinn í Njarðvík, í gærmorgun

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók í gærmorgun er Daðey GK 777 kom í Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

          2617. Daðey GK 777, kemur inn til Njarðvíkur, í gærmorgun

 


 


 

                           Báturinn kominn að upptökubrautinni

 


 

          2617. Daðey GK 777, kominn upp í slippinn í Gullvagninum og búið að

                               þvo hann © myndir Emil Páll, 6. júlí 2014

07.07.2015 20:38

"Maður var al­veg í öng­um sín­um"

mbl.is:

 

Mardís ÍS-400 er strandveiðibátur sem gerir út frá Súðavík.stækka

Mar­dís ÍS-400 er strand­veiðibát­ur sem ger­ir út frá Súðavík. bat­arb.is

„Land­helg­is­gæsl­an hef­ur sam­band við okk­ur og biður okk­ur að kanna hvort við sjá­um til­tek­inn bát sem hvarf af rat­sjá. Við för­um strax að líta í kring­um okk­ur og þá sjá­um við þetta,“ seg­ir Jó­hann Sig­fús­son, en hann var meðal þeirra sem tóku þátt í björg­un­araðgerðum í Aðal­vík í morg­un þar sem bát­ur sökk. Þrem­ur skip­verj­um var bjargað en einn fórst.

Þegar skip­verj­ar Mar­dís­ar litu í kring­um sig sáu þeir menn­ina strax, en þeir voru á kili báts­ins sem hafði sokkið.

Spurður hvort hann geti lýst til­finn­ing­unni þegar hann sá menn­ina seg­ir Jó­hann það erfitt. „Þetta var ólýs­an­legt, maður var al­veg í öng­um sín­um að sjá þá þarna og kom­ast ekki hraðar,“ seg­ir hann en Mar­dís var upp und­ir tíu mín­út­ur á leiðinni til mann­anna. „Við náðum þeim um borð og fór­um síðan og leituðum að lík­inu og fund­um það fljótt og sett­um það um borð. Síðan kom hraðskreiðari bát­ur og við færðum þá yfir.“

Slysið varð skammt frá Aðalvík á Ströndum.

Slysið varð skammt frá Aðal­vík á Strönd­um.

Jó­hann seg­ist ekki hafa áður lent í álíka lífs­reynslu. „Ég hef áður tekið þátt í björg­un­araðgerðum en ekki svona náið.“

Menn­irn­ir voru síðan flutt­ir í bátn­um Sæ­dísi ÍS-067 til Bol­ung­ar­vík­ur, þaðan sem þeir voru flutt­ir til Ísa­fjarðar til aðhlynn­ing­ar. Að sögn Jó­hanns voru menn­irn­ir kald­ir og blaut­ir þegar þeim var bjargað um borð í Mar­dísi. „Þeir voru kald­ir, blaut­ir og skelfd­ir enda bún­ir að missa einn fé­laga. Það var hræðilegt að horfa upp á þetta og geta ekk­ert gert.“

07.07.2015 20:21

GK 525 - GK 52 - GK 526

Eins og ég hef áður sagt frá þá var númerið sem sett var á Steina Sigvalda, ekki það rétta, þar sem annar bátur var ennþá skráður með það númer. Bátnum var því úthlutað öðru númeri, en það dróst að setja það á, þangað til í gær að það var sett á. - Þegar málað var yfir aftasta stafinn í númerinu, áður en nýr stafur kom, stóð á bátnum númeri GK 52 og þá hljóp púkinn í mig og því birti ég bátinn með því númeri líka.

           1424. Steini Sigvalda GK 525, í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur

 

                                              © mynd Emil Páll, 22. maí 2015

 


 

          1424. Steini Sigvalda GK 52, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gærmorgu

                                       © myndir Emil Páll, 6. júlí 2015

 


 

          1424. Steini Sigvalda GK 526, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, síðdegis í gær

                                    © myndir Emil Páll, 6. júlí 2015

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen ja herna ætli minn gamli skipsstjóri snúi ser ekki við í gröfinni vitandi af þessu númeri hjá þessum skipsstjóra eins og honum var nú umhugað um áhöfn, skip og úthald.

07.07.2015 20:02

Hohe Bank, kom í gær með fyrstu vélasamstæðuna í fyrra kísilverið í Helguvík

Rétt fyrir hádegi í gær kom flutningaskipið Hohe Bank til Helguvíkur með fyrstu vélasamstæðuna í fyrra kísilverið í Helguvík. Skipið fór síðan aftur um miðnætti. Hér birti ég 5 myndir sem ég tók af skipinu í gær.


 


 


 

 

 

                Hohe Bank, í Helguvík, í gær © myndir Emil Páll, 6. júlí 2015

07.07.2015 19:20

Þýsk skúta, á Siglufirði, í gær

 

 

 

            Þýsk skúta, á Siglufirði, í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 6. júlí 2015

07.07.2015 18:19

Hitra og Frøya fyrir norðan Kristiansund

 

 

 

         Hitra og Frøya fyrir norðan Kristiansund © myndir Helgi Sigfússon, 1. júlí 2015

07.07.2015 17:18

Sóley Sigurjóns GK 200, á útleið frá Siglufirði, í gær

 

 

 

        2262. Sóley Sigurjóns GK 200, á útleið frá Siglufirði, í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 6. júlí 2015

07.07.2015 16:45

Einn fórst og þremur var bjargað er dragnótabáturinn Jón Hákon BA 60, hvoldi í morgun

Einn lést þegar dragnótarbáturinn Jón Hákon BA 60, sem gerður var út frá Bíldudal, fórst utan við Ísafjarðardjúp í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum, voru fjórir um borð, þrír björguðust og voru fluttir á sjúkrahús.
 

Áhöfnin var á veiðum úti fyrir Aðalvík í nótt en um átta leytið í morgun hvarf báturinn af skjám í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Þá höfðu sjálfvirk boð ekki borist úr sendi bátsins. Landhelgisgæslan bað skip og báta á nálægum slóðum að svipast um eftir bátnum sem síðan fannst á hvolfi utan við Aðalvík. Mennirnir náðust allir um borð í annan bát og var siglt til Bolungarvíkur. Þremenningarnir, sem komust af, eru ómeiddir en voru fluttir á Sjúkrahúsið á Ísafirði. Kom þetta fram í fréttum Ríkisútvarpsins.

        1955. Jón Hákon BA 60, sem fórst í morgun © mynd Jón Páll Jakobsson,

                     af bátnum að toga á veiðum á Arnarfjarðarrækju, 2014

07.07.2015 16:20

Sóley Sigurjóns, Sigurvin, Þorleifur, Múlaberg, Stakkhamar og Bíldsey, á Siglufirði, í gær

 

 

 

          2262. Sóley Sigurjóns GK 200, 2683. Sigurvin, 1434. Þorleifur EA 88, 1281. Múlaberg SI 22, 2902. Stakkhamar SH 220 og 2704. Bíldsey SH 65, á Siglufirði, í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 6. júlí 2015

07.07.2015 15:16

Sighvatur GK 57, kominn inn í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, í gær

 

 

 

          975. Sighvatur GK 57, kominn inn í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, í gær © myndir Emil Páll, 6. júlí 2015

07.07.2015 14:15

Oratank, á Akureyri, í gær

 

      Oratank, á Akureyri, í gær © mynd Víðir Már Hermannsson, 6. júlí 2015

07.07.2015 13:14

Falkland Cement, í Helguvík, í gærmorgun

 

      Falkland Cement, í Helguvík, í gærmorgun © mynd Emil Páll, 6. júlí 2015

07.07.2015 12:13

Sægrímur GK, sem verður Sægrímur ÍS, í Njarðvík, í gær

Hinir nýju eigendur Sægríms GK, hafa tekið við bátnum og mun hann fljótlega fara til Ísafjarðar, þar sem hann verður málaður og skráður Sægrímur ÍS. Hafa eigendurnir ákveðið að gera bátinn út frá Ísafirði og nota hann í ferðamennsku s.s. sjóstöng og skoðunarferðir.

 

 

          2101. Sægrímur GK, sem verður Sægrímur ÍS, í Njarðvík, í gær © mynd Emil Páll, 6. júlí 2015

07.07.2015 11:12

Polar Amaroq GR 18-49, í Hafnarfirði, komin í nýjan búning

 

       Polar Amaroq GR 18-49 í nýjum lit, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll, 4. júlí 2015  

07.07.2015 10:11

VIKING ATHENE

 

       VIKING ATHENE © mynd Helgi Sigfússon, fyrir nokkrum dögum, 2015