Færslur: 2015 Maí

05.05.2015 21:00

Anna María ÁR 109, í miklum endurbótum hjá Sólplasti, í Sandgerði

Það er ekki oft að syrpur koma af tveimur bátum frá Þorlákshöfn, hér á síðunni, hvor á eftir annarri. Á undan þessari var það Jóhanna ÁR 206 og nú er það Anna María ÁR 109.

Síðarnefndi báturinn kom í morgun til Sandgerðis og var tekinn á land og settur inn í hús hjá Sólplasti nú síðdegis, en báturinn er að fara í nokkuð mikla endurnýjun að sögn eiganda og er áætlað að verið taki um 6 vikur, en auk viðgerða bæði á plast skemmdum o.fl. verður báturinn heilsprautaður.

Hér sjáum við fyrst mynd sem ég tók af bátnum í hádeginu er hann var kominn til Sandgerðis og síðan þegar Jón & Margeir lyftu bátnum úr sjó og komu honum inn í hús hjá Sólplasti.

            2298. Anna María ÁR 109, í Sandgerðishöfn, í hádeginu í dag

 

                              Jón & Margeir lyftir bátnum upp úr sjónum

 


 

         Hér er verið að koma bátnum fyrir í bátakerru uppi á bryggjunni

 

             Nokkuð skondið, því Jón & Margeir er úr Grindavík og aftan á bátnum 

stendur að hann sé úr Grindavík, að vísu er það ekki rétt, heldur var heimahöfn

hans áður í Grindavík, en er nú í Þorlákshöfn og því verður núna lagað

 

          Bátakerran með bátnum dreginn upp hafnargarðinn í Sandgerði

 

        Hér er Margeir hjá Jóni & Margeir kominn með bátinn á athafnarsvæði Sólplasts

 

           Þá er komið að því að bakka bátnum inn hjá Sólplasti

 

         Kristján Nielsen, hjá Sólplasti fer yfir aðstæður áður en báturinn fer alveg inn

 

            Báturinn kominn inn og Margeir hjá Jóni & Margeir kannar málin

                                  Í dag © myndir Emil Páll, 5. maí 2015

05.05.2015 20:21

Jóhanna ÁR 206, rennur í sjó hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag

Í dag rann Jóhanna ÁR 206, í sjó hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og er nú í þessum töluðu orðum að sigla fram hjá Sandgerði á heimleið til Þorlákshafnar og ætti að vera komin þangað um miðja nótt. Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók að bátnum er hann var í sleðanum á leið niður úr slippnum.

 

 

                   

 


 

                                     Báturinn farinn að sleikja sjóinn

 

 

 


 

           Báturinn við slippbryggjuna, um miðjan dag í dag © myndir Emil Páll, 5. maí 2015

05.05.2015 20:02

Ingibjörg SH 174, eða Cameldýrið, kemur til Sandgerðis, í morgun í viðgerð hjá Sólplasti

Bátur þessi er oft kallaður Cameldýrið, sem stafar af því að skorsteinsmerki bátsins er Cameldýr.


 

 

 


 


 

 

          2615. Ingibjörg SH 174, eða Cameldýrið, kemur til Sandgerðis, í morgun í viðgerð hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 5. maí 2015

05.05.2015 19:20

Helgafell, á siglingu

 

        Helgafell siglir fyrir Sandgerði, í dag © mynd Emil Páll, 5. maí 2015

05.05.2015 18:19

Fáskrúðsfjörður, í gærkvöldi

 

       Fáskrúðsfjörður, í gærkvöldi © mynd af vefmyndavél, 4. maí 2015

05.05.2015 17:32

Leitarskipið Phoenix

 

                  Leitarskipið Phoenix © Mynd. EPA  -  MOAS.EU-DPA

05.05.2015 15:16

Bro Alma, í Noregi

 

              Bro Alma, í Noregi © mynd Guðni Ölversson, 1. maí 2015

05.05.2015 14:22

Bastö III, í Noregi

 

 

 

               Bastö III, í Noregi © myndir Guðni Ölversson, 1. maí 2015

05.05.2015 13:14

Elding III (vinnuheiti) í Thorshavn, nú í hádeginu

 

          Elding II, (vinnuheiti) í Thorshavn, Færeyjum, nú í hádeginu © mynd Vignir Sigursveinsson, 5. maí 2015

05.05.2015 12:13

Karl, sem einu sinni bar íslensku nöfnin, Katla, Hekla, Búrfell og Vela

 

        Karl, í Brest © mynd MarineTraffic, Michael Floch, 23. feb. 2015 ex ex 1672. Katla, Hekla, Búrfell og Vela

 

       Karl, í Brest © mynd MarineTraffic, Michael Floch, 25. apríl 2015 ex ex 1672. Katla, Hekla, Búrfell og Vela

05.05.2015 11:12

Kay Fjord, í Noregi


 

 

              Kay Fjord, í Noregi © myndir Svafar Gestsson, 3. maí 2015

05.05.2015 10:11

Færeyska skútan Johanna TG 326, í kristilegu starfi á Austfjörðum

Hannes Jónsson, Höfn: Þessi Færeyska skúta kom hingað til hafnar fyrir nokkrum dögum og ætla þeir að heimsækja austfirði. Þeir eru búnir að vera veðurtepptir í nokkra daga en fá veður í dag, þeir eru í einhverju kristilegu starfi með messur og einhverjar uppákomur í kirkjum. 


 


 

         Færeyska skútan Johanna TG 326, á Höfn © myndir Hannes Jónsson, 5. maí 2015

 

05.05.2015 09:10

Frá Ísafirði, í gærkvöldi

 

                Ísafjörður, í gærkvöldi © mynd af vefmyndavél 4. maí 2015

05.05.2015 08:35

Nýja viðbótin í Sandgerðisbót, á Akureyri

 

         Nýja viðbótin í Sandgerðisbót, Akureyri, í gærkvöldi © mynd af vefmyndavél Akureyrarhafnar, 4. maí 2015

05.05.2015 07:00

Grímsey, í gærkvöldi - 7 bátar

              1434. Þorleifur EA 88 og 6 aðrir bátar í Grímsey, í gærkvöldi


                 © myndir af vefmyndavél Akureyrarhafnar, 4. maí 2015