Færslur: 2015 Maí

19.05.2015 13:14

Tungufell BA 326, fer í pottinn í Belgíu

Ákveðið hefur verið að Tungufell BA 326 fari í samfloti með Siglunesi SI 70, frá Njarðvík til Belgíu, nú fljótlega, en þangað er báðir bátarnir að fara í pottinn  þ.e. í niðurrif.

      1639. Tungufell BA 326, í Njarðvíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 19. maí 2015

19.05.2015 12:13

Sæljós GK 2, í sleðanum, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

 

         1315. Sæljós GK 2, í  Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 18. maí 2015

19.05.2015 11:12

Bjartur NK 121, í Neskaupstað

 

        1278. Bjartur NK 121, í Neskaupstað © mynd Bjarni Guðmundsson, 17. feb. 2015

19.05.2015 10:11

Lundi RE 20, í Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

 

           950. Lundi RE 20, í Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 18. maí 2015

19.05.2015 09:10

Samskip Akrafell, enn á Reyðarfirði

 

         Samskip Akrafell, enn á Reyðarfirði © skjáskot af vefmyndavél Reyðarfjarðar 18. maí 2015

19.05.2015 08:37

Grímsey, í gær

 

         Grímsey, í gær © skjáskot af vefmyndavél Akureyrarhafnar, 18. maí 2015

19.05.2015 07:00

Hoffell SU 80, á Fáskrúðfirði, í gær

 

         2885. Hoffell SU 80, á Fáskrúðsfirði, í gær © skjáskot af vefmyndavél Fáskrúðsfjarðar 18. maí 2015

19.05.2015 06:00

Kristína EA 410, Eyborg ST 59 og Ægir, í Akureyrarhöfn, í gær

 

        2662. Kristína EA 410, 2190. Eyborg ST 59 og 1066. Ægir, í Akureyrarhöfn, í gær © skjáskot af vefmyndavél Akureyrarhafnar, 18. maí 2015

18.05.2015 21:00

Vonin KE 10, kom öfug niður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í morgun

Já hugsanlega er hér um sögulega stund að ræða að skip sem fer rétt upp í slipp, þ.e. stefnið snýr upp eftir, komi öfugt til baka, þ.e. að stefnið snúi niður. Þetta gerðist þó í morgun er Vonin KE 10, var sjósett hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur eftir endurbætur o.fl. 

Ástæðan fyrir þessu öllu, ættu margir að vita, en í óveðri í vetur fauk skipið um koll í slippnum og var fenginn öflugur krani til að rétta það við, en hann varð að snúa því í kring um sig og þar með varð stefna bátsins þessi að stefnið snéri nú niður.

Eftir viðgerð á tjóni sem varð í þessu óhappi og viðgerð á fleiri hlutum var notað tækifærið og tekin í burtu bóman í frammastrinu og sett í staðinn krani. Hvað um það hér sjáum við bátinn er hann var settur í sjó í morgun og á fyrstu myndinni sést hann í slippnum við hlið báts sem snýr rétt.

        1631. Vonin KE 10 og 1178. Blíða SH 277, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í morgun

 

                                Báturinn gerður klár til að renna í sjóinn

 

                          Sleðinn lagður af stað með bátinn til sjávar

                                                 Hér nálgast hann sjóinn

 


 

        1631. Vonin KE 10,  komin öfug í sjóinn © myndir Emil Páll, 18. maí 2015

18.05.2015 20:21

Kristina EA 410 og Eyborg ST 59, á Akureyri


 

 

 

 

 

 


 

 

         2662. Kristina og 2190. Eyborg, á Akureyri © myndir Víðir Már Hermannsson

18.05.2015 20:02

Tvö tankskip, í Noregi

 

             Tvö tankskip, í Noregi © mynd Guðni Ölversson, 1. maí 2015

18.05.2015 19:20

Tvö flutningaskip í Moss, í Noregi

 

            Tvö flutningaskip í Moss, í Noregi © mynd Guðni Ölversson, 1. maí 2015

18.05.2015 18:24

Ella Kata SH 98, hæst strandveiðibáta

Samkvæmt fréttum frá Landssambandi smábáta, er Ella Kata SH 98, hæst strandveiðibáta með 5.971 kg. eftir aðeins 7 daga í veiði. Birti ég hér mynd af bátnum sem ég tók 2009, er hann hét Jón Trausta RE 329

         Hér sjáum við  6458. Ellu Kötu SH 98, eins og hún leit út í ágúst 2009, en þá 

bar hún nafnið Jón Trausta RE 329 og tók ég þá þessa mynd fyrir framan 

Innri - Njarðvík © mynd Emil Páll

18.05.2015 18:19

Trio R-60-ST, í Stavanger

 

         Trio R-60-ST, í Stavanger © mynd MarineTraffic, Witold Ozimek, 6. mars 2011

18.05.2015 17:18

Tautra í Brønnøysund

 

             Tautra í Brønnøysund © mynd Svafar Gestsson, 13. maí 2015