Færslur: 2014 Júlí

28.07.2014 11:12

Haraldur AK 10 eða Aðalbjörg HU 5

Við bátagrúskaranir fögnum alltaf því þegar við komumst yfir upplýsingar sem við vissum ekkert um. Hér birti ég því upplýsinar sem birtust á vef Ljósmyndasafns Skagastrandar og ég vissi ekki um og hef ekki séð á neinni skipasíðu.

 ,,Haraldur AK 10 var  199 brúttótonn með 550 He MWM vél. Þetta glæsilega skip var smíðað fyrir fyrirtæki á Skagatrönd (Útgerðarfélag Höfðakaupstaðar og  Hólanes h/f ??) í  Noregi 1961 og hefði vafalaust verið skírt Aðalbjörg HU 5 ef menn hefðu ekki gugnað á síðustu metrunum og Haraldur Böðvarsson á Akranesi gekk inn í samninginn."

Þetta skip fékk síðan nöfnin Gandí VE 171 og Kristbjörg VE 71 og undir því síðarnefnda fór það í pottinn nú fyrir stuttu og dró með sér Fram ÍS 25.


              84. Haraldur AK 10, við bryggju á Skagaströnd © mynd í eigu Ljósmyndasafns Skagastrandar, ljósmyndari Guðmundur Guðnason

28.07.2014 10:11

Ísborg ÍS 250, síðasti tappatogarinn, að landa í Grindavík, í gær

Eins og menn muna fengu stálskip sem smíðuð voru á sama stað í Austur-Þýskalandi rétt fyrir 1960, nafnið ,,tappatogari". Ef ég man rétt þá voru þau 12 að tölu og í dag er aðeins eitt skip eftir hérlendis og það er þetta sem ég birti nú myndir af, þegar verið var að landa úr því í Grindavík, í gær                   

                     78. Ísborg ÍS 250, að landa í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 27. júlí 2014

 

AF FACEBOOK:

Árni Árnason Hvers vegna voru þeir kallaðir tappatogarar?

Emil Páll Jónsson Án þess að vita það, þá hef ég trú á að þetta hafi verið svona minni togarar. Enda öflug skip.

Guðni Ölversson Þessir bátar voru byggðir í Stralsund í A-Þýskalandi. Flestir á árunum 1958 -1959. Voru upphaflega hugsaðir sem togskip en voru mest notuð sem nótaskip. Þetta voru hörku bátar. Var á einum slíkum á trolli sumarið 1970. Í hauga brælu á Hvalbakssvæðinu héldum við áfram að veiða meðan Hafliði SI, þrisvar sinnum stærra skip, fór í var inn á Berufjörð. Þegar "togarinn" kom út aftur vorum við að leggja af stað til Eskifjarðar með fulla lest af vænum þorski

28.07.2014 09:10

Kvikur KÓ 30, Sómi 1100, í Hafnarfjarðarhöfn


                         7126. Kvikur KÓ 30, Sómi 1100, í Hafnarfjarðarhöfn © myndir Emil Páll, 26. júlí 2014

28.07.2014 08:15

Edda SI 200, á sjóstöng


             1888. Edda SI 200, á sjóstöng á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 25. júlí 2014

28.07.2014 07:00

Sæfari SU 85, á siglingu á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði


           7401. Sæfari SU 85,  á siglingu á Frönskum dögum á
                     Fáskrúðsfirði © myndir Sverrir, í júlí 2014

28.07.2014 06:00

Skúlaskeið, í Reykjavík


                   6581. Skúlaskeið, í Reykjavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 26. júlí 2014

27.07.2014 21:00

Frosti ÞH 229, að koma inn til Grindavíkur, í gær - syrpa


          2433. Frosti ÞH 229, að koma inn til Grindavíkur, í gær © myndir Emil Páll, 26. júlí 2014

27.07.2014 20:21

Staðarvík GK 44 og Andey GK 66, í Njarðvík


          1600. Staðarvík GK 44 og 2405. Andey GK 66, í Njarðvík. 2262. Sóley Sigurjóns GK 200, hinum megin við bryggjuna © mynd Emil Páll, 25. júlí 2014

27.07.2014 19:20

Máni ÁR 70, að koma inn til Keflavíkur


                 1829. Máni ÁR 70, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 25. júlí 2014

27.07.2014 18:19

Staðarvík GK 44, í Njarðvík,


                       1600. Staðarvík GK 44, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 25. júlí 2014

27.07.2014 17:18

Jón Vídalín VE 82, í Reykjavíkurhöfn, í gær


         1275. Jón Vídalín VE 82, í Reykjavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 26. júlí 2014

27.07.2014 16:43

Páll Pálsson ÍS 102, í Reykjavíkurslipp, í gær


              1274. Páll Pálsson ÍS 102, í Reykjavíkurslipp, í gær ©  mynd Emil Páll, 26. júlí 2014

27.07.2014 16:17

Sturla GK 12, í Reykjavíkurhöfn, í gær


                  1272. Sturla GK 12, í Reykjavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 26. júlí 2014

27.07.2014 15:39

Ocean Breeze GK 157 og Páll Jónsson GK 7, í Grindavík, í gær           1136. Ocean Breeze GK 157 og 1030. Páll Jónsson GK 7, í Grindavíkurhöf, í gær ©  mynd Emil Páll, 26. júlí 2014

27.07.2014 13:14

Dagný ST 13, frá Hólmavík, í höfn í Reykjavík


            1149. Dagný ST 13, í Reykjavíkurhöfn í gær. Sé ekki betur en að verið sé að búa út þennan gamla en nýendurbyggða bát, á makrílveiðar © myndir Emil Páll, 26. júlí 2014