Færslur: 2014 Júlí

17.07.2014 13:14

Stakafell GK 132, úti af Sandgerði
             1971. Stakafell GK 132, úti af Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, 14. júlí 2014

17.07.2014 12:49

Flottur eftir yfirhalningu - Dísa GK 136

Þessi bátur þótt frekar dapur í sjón, en nú er það allt annað. Búið er að taka bátinn í gegn og mála í nýjum lit.


                 2110. Dísa GK 136, í Keflavíkurhöfn, í dag © mynd Emil Páll, 17. júlí 2014

17.07.2014 12:18

Máni ÁR 70 og Máni II ÁR 7, í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi

Hér sjáum við tvo báta frá sama fyrirtækinu á Eyrarbakka, en sá eldri hefur lítið verið gerður út á undanförnum árum. Raunar vill svo skemmtilega til að á einni myndinni sjást þrír ÁR-bátar í Keflavíkurhöfn, því þarna var líka Sandvíkingur ÁR 14


                                            1829. Máni ÁR 70 og 1887. Máni II ÁR 7


                   1829. Máni ÁR 70, 1887. Máni II ÁR 7 og 1254. Sandvíkingur ÁR 14


                                      1887. Máni II ÁR 7 og 1829. Máni ÁR 70


                                                           1887. Máni II ÁR 7


                                                    1829. Máni ÁR 70


                                                    1887. Máni II ÁR 7

                             Í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi © myndir Emil Páll, 16. júlí 2014

17.07.2014 11:12

1666. Svala Dís KE 29, leggur af stað frá Keflavík - sjá nánar fyrir neðan myndirnar
              1666. Svala Dís KE 29, leggur af stað frá Keflavík og á miðin út af Arnarstapa, í gær - á síðustu myndinni er báturinn kominn úr á Stakksfjörðinn, þá bárust fréttir að sú mikla veiði sem hafði verið þar síðustu þrjá daga var búin þar og bátarnir höfðu því dreift sé fyrir nesið og norður fyrir það © myndir Emil Páll, 16. júlí 2014

17.07.2014 10:11

Lilja BA 107, á strandveiðum út af Sandgerði


              1762. Lilja BA 107, úti af Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, 14. júlí 2014

17.07.2014 09:10

Svala Dís KE 29 og Máni ÁR 70, mætast út af Keflavíkurhöfn, í gær

Hér sjáum við tvo báta mætast út af Keflavíkurhöfn í gær. Báðir munu þeir koma meira við sögu hér á síðunni, bæði sitt í hvoru lagi og eins kemur smá syrpa af bæði Mána ÁR 70 og Mána II ÁR 7 og sjást þeir m.a. saman í Keflavíkurhöfn í gærkvöldi.
            1666. Svala Dís KE 29 og 1829. Máni ÁR 70, út af Keflavíkurhöfn, í gær © myndir  Emil Páll, 16. júlí 2014

17.07.2014 08:34

Nökkvi ÞH 27, á Siglufirði


             1622. Nökkvi ÞH 27, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 16. júlí 2014

17.07.2014 07:00

Litli Jón KE 201, að koma út frá Sandgerði
            1563. Litli Jón KE 201, að koma út frá Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, 15. júlí 2014

17.07.2014 06:00

Aflanum umskipað í annað skip úti á miðunum og sá siglir með það í land

Fyrir stuttu hóf Grímsnes GK 555, makrílveiðar í troll, en hann mun ekki landa aflanum í land, heldur siglir Tjaldanes GK 525 að honum og leggjast þeir samsíða úti á miðunum þar sem aflanum og ís úr landi er skipað milli skipa.            239. Tjaldanes GK 525, að taka ís í gærdag, í Njarðvíkurhöfn og mun hann síðan sigla út á móti Grímsnesinu, taka aflan frá honum og láta hann hafa ísinn © myndir Emil Páll, 16. júlí 2014

16.07.2014 21:24

Grunnvíkingur HF 163 og Elí GK 35 í kennslustund úti á miðunum, fyrir utan Sandgerði

Í fljótu bragði mætti halda að þarna væri annar bátanna að draga inn, en svo er ekki heldur lögðust þeir saman úti á miðunum fyrir utan Sandgerði, til að skiptast á skoðunum eða réttara sagt til að skipverji á öðrum bátanna, gæti veitt skipverja á hinum bátanna fræðslu um tiltekið efni.


         2595. Grunnvíkingur HF 163 og 6915. Elí GK 35, í Kennslustund, úti af Sandgerði © myndir Jónas Jónsson, 14. júlí 2014

16.07.2014 21:00

Ocean Princess, Drenec, Saga Pearl II, L' Austral, Fram, Azores og L 'Boreal, í Grundarfirði

Heiða Lára, Grundarfirði: Sendi þér myndir af skemmtiferðaskipunum sem hafa komið við síðustu daga. Á sunnudag lá Ocean Princess út á firðinum, einnig var líka báturinn Drenec, veit ekki meira um hann. Þriðjudag lagðist Saga Pearl II að bryggju. Og svo í morgun (miðvikudag) kom L´Austral og lagðist að bryggju, um 14 kom Fram, og tók plássið við bryggjuna þegar L´Austral fór, en þá var Azores að sigla inn fjörðinn og liggur nú út á firðinum. L´Austral er systurskip L´Boreal sem hefur oft komið til Grundarfjarðar og er áætlað að komi 20. ágúst.


                                                     Drenec, 13. júlí 2014


                                            Ocean Princess, 13. júlí 2014


                                       Ocean Princess og Drenec, 13. júlí 2014


                                               Saga Pearl II, 15. júlí 2014

 

 

                     L´Austral að fara og Azores að koma um kl 14 í dag


                                                           Azores í dag


                                                          Fram í dag

                                                      Fram og Azores í dag

                                         © myndir í Grundarfirði, Heiða Lára

 
 

 

 
 

 

16.07.2014 20:23

Westerkade, í Reykjavík


                        Westerkade, í Reykjavík © mynd Hreiðar Jóhannsson, í júlí 2014

16.07.2014 19:20

STOREKNUT, frá Bergen að leggjast að bryggju á Vopnafirði


           STOREKNUT, frá Bergen að leggjast að bryggju á Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  12. júli 2014

16.07.2014 18:19

Silver Lake ex Dalfoss, á Vopnafirði
             Silver Lake ex Dalfoss, á Vopnafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  12. júlí 2014

16.07.2014 17:18

Odd Lindberg T-4-T frá Tromsö


                Odd Lindberg T-4-T frá Tromsö © mynd Jón Páll Jakobsson, Noregi 10. júlí 2014