Færslur: 2014 Maí

28.05.2014 13:22

Bláfáninn, dreginn að húni í Grófinni, Keflavík, í morgun

 

         Tómas Knútsson herforingi Bláa hersins dregur Bláfánann að húni í Grófinni, í morgun. Á myndinni sjást einnig Pétur Jóhannsson, hafnarstjóri og Jóhannes Jóhannesson  © mynd Björk Þorsteinsdóttir, 28. maí 2014

28.05.2014 13:14

Tveir norskir

 

                 Tveir Norskir © mynd Jón Páll Jakobsson, 6. maí 2014

28.05.2014 12:13

Smábátahöfn í Kristiansund


 

 

               Smábátahöfn í Kristiansund © myndir Svafar Gestsson, 8. maí 2014

28.05.2014 11:12

Sjúkrabáturinn í Kristiansund

 

               Sjúkrabáturinn í Kristiansund © mynd Svafar Gestsson, 8. maí 2014

28.05.2014 10:11

Torvind, í Noregi

 

                   Torvind, í Noregi © mynd Svafar Gestsson, 6. maí 2014

28.05.2014 09:10

Fannefjord og annar ókunnur, í Molde, í Noregi

 

                             Fannefjord í Molde, en þar er heimhöfn skipsins

 

            Fannefjord t.h. sú til vinstri er óþekkt, en myndin er tekin í Molde, í Noregi 

                                          © myndir Svafar Gestsson, 9. maí 2014 -

28.05.2014 08:37

Einn Norskur

 

                Einn Norskur © mynd Jón Páll Jakobsson, í maí 2014 -

28.05.2014 07:00

Eidsvlag Polaris, í Kristiansund

 

             Eidsvlag Polaris, í Kristiansund © mynd Svafar Gestsson, 8. maí 2014 -

28.05.2014 06:34

Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins.

NÚLÍÐUR AÐ SJÓMANNADEGI
'Agætu vinir mínir, þessa grein skrifaði ég í fyrra fyrir Sjómannadaginn, ég endurtek hana hér og skora á sjómenn að mótmæla harðleg þeim gjörningi sjómannafélaga á Reykjavíkur svæðinu að breyta nafni Sjómannadagsins.

Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins.
Í Vestmannaeyjum er Sjómannadagurinn einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður sem og aðra ættingja vorum svo sannarlega stoltir af því að tengjast þeim og þar með Sjómannadeginum. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þessi dagur er miklu meira en skemmtun í tvo daga.
Sjómannadagurinn er órjúfanlegur hluti af stéttarbaráttu og kynningu á starfi sjómanna. Í Vestmannaeyjum má segja að allir tengist sjómönnum á einn eða annan hátt eins og víða í útgerðarbæjum landsins. Á Sjómannadaginn kynnum við sjómannsstarfið, minnumst þeirra sem hafa látist og sérstaklega þeirra sem látist hafa í slysum á sjó, heiðrum aldna sjómenn og ekki hvað síst gerum við okkur glaðan dag með fjölskyldum, vinum og skipsfélögum. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sér Sjómannadaginn öðrum augum, ekki sem Sjómannadag heldur sem dag hátíðar hafsins. Það er óskiljanlegt að sjómenn skuli ekki mótmæla því að Sjómannadagurinn skuli vera tekinn eignarnámi og nefndur Hátíð hafsins í Reykjavík með vitund og vilja stærstu sjómannafélaga landsins.
Hafið hefur tekið líf margra sjómanna sem voru ættingjar okkar, vinir og skipsfélagar. Þess má geta til fróðleiks að á árunum 1962 til 1992 árin sem undirritaður stundaði sjó frá Vestmannaeyjum, fórust 58 sjómenn sem voru á bátum frá Eyjum, og eru þá taldir með þeir Eyjasjómenn sem fórust og stunduðu tímabundið sjó annarsstaðar á landinu á sama tíma. Þessi tala um dauðaslys á sjó er mun hærri og skiptir hundruðum ef taldir eru allir þeir sjómenn sem fórust á þessu tímabili. Það er eitt af markmiðum Sjómannadagsins að minnast þessara manna, og er minningarathöfn við minnisvarðann við Landakirkju ein eftirminnilegasta stund Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum . Finnst mönnum það viðeigandi að minnast þeirra sjómanna sem farist hafa á hafi úti og margir þeirra gista hina votu gröf, á degi sem kallaður er Hátíð hafsins? Að mínu viti er þetta fráleitt og móðgandi fyrir íslenska sjómenn. Þessi gjörningur Sjómannadagsráðs er farinn að smita út frá sér og sjómenn í hugsunarleysi farnir að breyta nafni dagsins.
Í Þorlákshöfn þar sem flest snýst um sjóinn, hafa þeir á síðustu árum apað þetta eftir Reykjavíkurfélögunum og uppnefna Sjómannadaginn sinn Hafnardaga. Sjómenn gera sér ekki grein fyrir því hvað Sjómannadagurinn er sjómönnum mikilvægur hvað varðar kynningu á starfi sjómanna, hann er okkar hátíðisdagur, ekki hátíð hafsins. Í lögum um Sjómannadaginn segir m.a: Við tilhögun Sjómannadagsins skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
1. Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi.
2. Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra.
3. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi.
4. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf.
5. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins.
Eitt af lagaskyldum Sjómannadagsráðsins er líka: „Að beita sér í fræðslu og menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar.“ Með því að uppnefna Sjómannadaginn Hátíð hafsins er ekki verið að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi, því síður eflir það samhug sjómanna eða kynnir þjóðinni áhættusöm störf þeirra og mikilvægi. Engan starfandi sjómenn hef ég hitt sem er ánægður með þessa nafnbreytingu. Nokkrir segja þetta afleiðingu þess að sum af stéttarfélögum sjómanna hafa verið sameinuð stórum landfélögum og þar með hafa tekið völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmarkaðan áhuga á sjómannsstarfinu. Forustumenn í stéttarfélögum sjómanna í Reykjavik hafa sagt mér að ef Faxaflóahafnir hefðu ekki tekið þátt í kostnaði við hátíðahöld Sjómannadagsins, hefði dagurinn sennilega lagst af. Hefur stjórn Faxaflóahafna þá sett þau skilyrði til styrkja, að nafn Sjómannadagsins verði þurrkað út og breytt í Hátíð hafsins? Samþykkti Sjómannadagsráð þessa nafnbreytingu Hvað vakir fyrir þeim 34 stjórnarmönnum sjómannafélaga og stjórn Faxaflóahafna að vilja breyta nafni Sjómannadagsins? Hvers vegna má hann ekki heita sínu rétta nafni Sjómannadagur ?.. Er þetta kannski einn liðurinn enn til þess að þagga niður í sjómönnum?.Allir hugsandi sjómenn hljóta að sjá að þessi breyting á nafni Sjómannadagsins er niðurlægjandi fyrir sjómannastéttina.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson
Stýrimaður.

28.05.2014 06:00

Alesund, í Noregi

 

                   Ålasund, Noregi © mynd  Svafar Gestsson, 6. maí 2014

27.05.2014 21:00

Öðruvísi myndir - lokasyrpan úr Vestfjarðarferð Jónasar Jónssonar í apríl 2014

Ekki hef ég gert mikið að því að birta svona syrpur, en geri það þó núna, enda eru þetta síðustu myndirnar af 189 sem ég fékk úr Vestfjarðarferð Jónasar Jónssonar í apríl sl. Því miður fylgja engar upplýsingar á því hvað þarna sést, né hvar þær voru teknar.


 


 


 


 


 

 


                                        © myndir Jónas Jónsson, í apríl 2014
 

27.05.2014 20:21

Trinto - landar lifandi þorski í þorkahótel

Jón Páll Jakobsson, Noregi: Hér sjáum við hann Trinto, honum var breytt svona í Póllandi fyrir þremur árum, hann er að reyna við lifandi þorsk þ.e.a.s geymir fiskinn lifandi í tönkum og landar honum svo í þorskahótel þar sem honum er slátrað eftir þörfum. Ef þú landar fiskinum lifandi eykst kvótinn hjá viðkomandi bát hann sem sagt tvöfaldast fyrir hvert landað kg af lifandi fiski færð þú auka kg.

                     Trinto © mynd Jón Páll Jakobsson, í maí 2014

 

27.05.2014 19:20

Fagraberg FD 1210, að veiðum á kolmunnamiðunum vestur af Suðurey

 

          Fagraberg FD-1210, að veiðum á kolmunnamiðunum vestur af Suðurey © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 22. maí 2014

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Virkilega fottur bátur sem Eiler sálugi lét smíða. Hann var líka flottur karl.

27.05.2014 18:19

Havsel F-169-A

Hér kemur næst síðustu myndirnar úr Vestfjarðarsyrpu Jónasar Jónssonar, síðan í apríl sl.  Þessar myndir sýna erlendan bát, Havsel F-169-A - Síðar í kvöld kemur syrpa með síðustu myndunum sem Jónas tók í þessari ferð til Vestfjarða og eru þær svolíði öðru vísi en menn eiga kannski von á, en allt um það síðar í kvöld.


 

 

                            Havsel F-169-A  © myndir Jónas Jónsson, i apríl 2014

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Þessi er eins og danskir skítfiskari í laginu.

27.05.2014 17:18

Var þessi of seinn að slá af?

 

          Ég held að þessi hafi verið aðeins of seinn að slá af © mynd Svafar Gestsson, 7. maí 2014