Færslur: 2014 Maí

03.05.2014 06:12

Síldartorfa í Jökuldýpi

 

               Síldartorfa í Jökuldýpi © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 3. maí 2014

02.05.2014 21:00

Fiskibáturinn Raggi ÍS 319 ex skemmtibáturinn Vending

Eins og oft hefur komið fram voru þeir hjá Sólplasti að breyta skemmtibátnum Vending í fiskibát, sem fengið hefur nafnið Raggi ÍS 319. Kemur hér syrpa er báturinn var tekinn út hjá Sólplasti í morgun og fluttur niður að höfn og sjósettur þar. Á morgun kemur síðan önnur syrpa, því ég fékk eiganda bátsins til að taka fyrir mig hring, þegar hann fór úr höfn og til Hafnarfjarðar í dag.

Að auki birti ég mynd af eiganda bátsins, svo og föður hans, sem báturinn heitir eftir. Þá er birt mynd að bátnum þegar hann kom til Sólplasts sem skemmtibátur 6. febrúar sl. og að lokum eru myndir teknar um borð sem sýna að komin er lest og vélarrúm í bátinn, auk annars.

Eigendur bæði Ragga, sem er frá Súðavík og Sæljóma sem er frá Patreksfirði stefna á það að komast vestur um helgina því á mánudag hefjast strandveiðar.


            7641. Raggi ÍS 319, dreginn í átt að bíl Jóns & Margeirs úr Grindavík sem flytja mun bátinn niður á Sandgerðishöfn og sjósetja hann þar
                 7641. Raggi ÍS 319, hífður upp á flutningavagninn frá Jóni & Margeiri


                                  Báturinn fluttur út af athafnarsvæði Sólplasts
            Höfð var viðkoma hjá Vélsmiðju Sandgerðis, þar sem skrúfan var sett á bátinn, en hún var þar til viðgerðar


                    Keyrt út frá Vélsmiðjunni og fram hjá Sandgerðisvita á leið á bryggjuna


                                         Komið niður á hafnargarðinn í Sandgerði
                             Sjósetningin í Sandgerðishöfn, þ.e. báturinn hífður í sjóinn


                     7641. Raggi ÍS 319, kominn í sjóinn í Sandgerðishöfn í morgun - á morgun birtist syrpa af honum er eigandinn tók fyrir mig hring á höfninni, áður en hann fór til Hafnarfjarðar


                  Jónas Ragnarsson, eigandi bátsins (t.v.) og faðir hans Ragnar Þorbergsson, við bátinn sem ber gælunafn Ragnars


               7641. Vending ( skemmtibátur) eins og hann leit út er hann kom til Sandgerðis 6. febrúar 2014


           7641. Raggi ÍS 319, er hann sigldi fyrir mig á Sandgerðishöfn í dag - fleiri myndir á morgun


          Séð aftur eftir bátnum, í morgun, en ekki var búið að setja á hann lestarlúgurnar er ég tók myndirnar


                                                  Hér sjáum við fram eftir bátnum

                                              © myndir Emil Páll, í dag, 2. maí 2014

02.05.2014 20:11

Sólplast í dag: Diddi GK 56 og Nafni HU 3

Báðir þessir bátar voru hjá Sólplasti í dag, annar kom þangað fyrir nokkrum dögum og í dag hófst vinna við viðgerð á honum, sá er Diddi GK 56, hinn sem er Nafni HU 3 var tekinn út í dag, eftir að gert hafði við hann.


 

               7427. Diddi GK 56, kom fyrir nokkrum dögum til Sólplasts til viðgerðar og hófst vinna við hann í dag


           6901. Nafni HU 3 var tekin út úr húsi hjá Sólplasti í hádeginu og stóð jafnvel til að hífa hann í sjóinn síðdegis í dag  © myndir Emil Páll, 2. maí 2014

02.05.2014 19:20

Sæljómi BA 59, sjósett í morgun eftir lagfæringu og breytingu hjá Sólplasti

Já eins og áður hefur komið fram var mikið um að vera hjá Sólplasti í Sandgerði í dag. Hér kemur syrpa af þeim báti sem fyrst fór út til sjósetningar í Sandgerðishöfn, en þar kom Gullvagninn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur við sögu.


                               2050. Sæljómi BA 59, kemur út undir bert loft, í morgun
                 Gullvagninn flytur bátinn út af athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði og inn á Strandgötuna


                               Gatnamót Strandgötu og götunnar niður á bryggju
                                      Komið niður undir brautina niður að sjónum
                                                 Þá er að bakka niður brautina
                    Báturinn laus frá Gullvagninum og bakkar úr á Sandgerðishöfn
          2050. Sæljómi BA 59, kominn utan á 923. Orra ÍS 180, þar sem hann mun trúlega liggja fram á sunnudagsmorgun, sökum slæmrar veðurspár © myndir Emil Páll, í morgun, 2. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

 • Guðni Ölversson Það vantar allar upplýsingar um þessa báta. Hvað eru þeir stórir, tonn, lengd, breidd og dýpt og hvaða veiðiskap stunda þeir? Hvaða vél er í þei og hve stór er hún? Hvaðan koma tækin í þá. Greinilega fínir bátar þetta.
   
   
  Emil Páll Jónsson Sorry Guðni Ölversson, ef ég á að finna allar upplýsingar við alla báta, er alveg eins gott að hætta við þessa síðu, svo einfalt er það.
   
   
  Guðni Ölversson Það er bara gaman að fá svona upplýsingar með nýsmíðum.
   
   
  Emil Páll Jónsson Þetta er langt í frá að vera nýsmíði, því þeir eru nokkra áratuga gamlir, flestir hverjir.
   
   
  Emil Páll Jónsson Hitt er svo stóra málið, en það eru orðnar svo miklar kröfur um ýmsilegt og þá ekki bara á sjálfri síðunni, heldur líka endalaustar hringingar eða sendingar á netinu þar sem óskað er eftir hinu og þessu, hafa jafnvel farið upp í 15 á viku og því er ég farinn að huga alvarlega að hætta síðunni, eða loka henni nema fyrir fáa útvalda.
   
   
  Guðni Ölversson Ég hélt að þetta væru nýjir bátar sem væru að fara í sína fyrstu sjósetningu. "Hér kemur syrpa af þeim báti sem fyrst fór út til sjósetningar í Sandgerðishöfn," Bara smá misskilningur hjá mér.
   
   
  Emil Páll Jónsson Já orðaði þetta svona því ég hef sagt frá því tvisvar áður í dag að væntanlegar væru þessar syrpur.
   
   
  Guðni Ölversson Þú mátt alls ekki loka síðunni.
   
   
  Emil Páll Jónsson Jú ég mun fljótlega loka, allavega tengingunni við Facebook.
   
   
  Guðni Ölversson Ég kem til með að sakna síðunnar. Það get ég sagt þér. Finnst einmitt mjög gaman að fylgjast með smábátamyndunum.

02.05.2014 18:50

Abbý GK 56, í Sandgerði                    7339. Abbý GK 56, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 29. apríl 2014

02.05.2014 18:19

Ísbjörn GK 67, í Sandgerði


                   7103. Ísbjörn GK 67, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 30. apríl 2014

02.05.2014 17:18

Unnur BA 1 ex EA 24                    6478. Unnur BA 1 ex EA 24, í Keflavík © mynd Emil Páll, 30. apríl 2014

02.05.2014 16:17

Bátarnir 4 sem voru í sviðsljósinu hjá Sólplasti í dag

Eins og ég sagði frá í gær áttu 4 bátar að vera í sviðsljósinu hjá Sólplasti í Sandgerði í dag og það gekk upp. Bátar þessir eru Raggi ÍS 319, Sæljómi BA 59 og Nafni HU 3, sem allir fóru frá Sólplasti þar sem verkinu við þá var búið. Diddi GK 56, kom fyrir nokkrum dögum á athafnarsvæði Sólplasts, og hófst vinna við hann í dag.

Þrjár myndasyrpur birtast vegna þessa, þ.e. tvær í kvöld og ein á morgun. Í kvöld kemur fyrst myndir af Didda, Nafna og Ragga og í síðari syrpunni er það Sæljómi. Á morgun birtist síðan önnur syrpa með Ragga, en sá bátur kom í upphafi febrúar sem skemmtibáturinn Vending, en fór í dag sem fiskibáturinn Raggi ÍS 319. Birtast því af honum tvær syrpur, sú í kvöld og hin annað kvöld. Í syrpunni í kvöld sjáum við hvernig báturinn leit út þegar hann kom sem skemmtibátur og síðan mynd af honum eins og hann þegar hann fór út frá Sólplasti í dag. Þá birtast myndir af honum teknar innanborðs og einnig mynd af eiganda bátsins ásamt föður sínum sem báturinn heitir nú eftir. Syrpan af Ragga sem birtist á morgun var tekin er eigandinn fór fyrir mig aukahring á Sandgerðishöfn, áður en hann sigldi til Hafnarfjarðar.


                                                          7427. Diddi GK 56


                                                              6901. Nafni HU 3


                                                           7641. Raggi ÍS 319


                                                              2050. Sæljómi BA 59

                                           © myndir Emil Páll, í dag, 2. maí 2014

02.05.2014 15:16

Hringur GK 18, í Sandgerði                             2728. Hringur GK 18, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 29. apríl 2014

02.05.2014 14:15

Maggi Jóns KE 77, í Sandgerði

             
                       2711. Maggi Jóns KE 77, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 29. apríl 2014 

02.05.2014 13:38

Arney HU 36, í Sandgerði


              2690. Arney HU 36, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 29. apríl 2014

02.05.2014 12:26

KHOLMOGORY MK 0473, í Kirkenes ex 2549. Þór HF 4


            KHOLMOGORY MK 0473, í Kirkenes ex 2549.  Þór HF 4 © mynd Marine Traffic, Svein W. Pettersen, 12. mars 2014

02.05.2014 11:27

Ólafur HF 200, í Sandgerði                   2483. Ólafur HF 200, í Sandgerði © mynd Emil Páll, 29. apríl 2014

02.05.2014 08:14

Hafdís SU 220, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur


             2400. Hafdís SU 220, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd  Emil Páll, 30. apríl 2014

02.05.2014 07:00

Eyjólfur Ólafsson HU 100, lyft upp á bryggju í Sandgerði af Jóni & Margeiri          2175. Eyjólfur Ólafsson HU 100, lyft upp á bryggju í Sandgerði af Jóni & Margeiri © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 28. apríl 2014