Færslur: 2014 Maí

06.05.2014 06:00

Hafsvalan HF 109, í Sandgerði í gær - á fyrsta degi strandveiða

Í gær hófust strandveiðar þetta árið, þessa mynd tók ég í Sandgerðishöfn í gær af báti sem búinn var að landa, en veit ekki hvort um strandveiðibát hafi verið að ræða. Hvað um það hér kemur hann.


             1969. Hafaldan HF 107, í Sandgerðishöfn, í gær © mynd Emil Páll, 5. maí 2014

05.05.2014 21:00

Gullvagninn var lengi í dag með Guðnýju ÍS 170, sem endaði hjá Sólplasti

Eins og ég sagði í færslunni hér á undan þá fór Gullvagninn í tvær ferðir í morgun með báta sem teknir voru upp í Njarðvík. Allt varðandi fyrri ferðina kom fram í færslunni hér á undan, en nú er það seinni ferðinn sem hófst um kl. 10 í morgun og lauk um kl. 16 í dag.

Hér var á ferðinni Guðný ÍS 170, sem lengi hét Vilborg GK 320, en hefur nú verið seld íslendingi sem gerir út frá Noregi. Hefur hann samið um það við Sólplast að þeir smíði á hann síðustokka og geri við sitthvað meira, áður en hann fer í skip þann 21. maí nk. og því hafa þeir í raun ekki nema 15 daga til verksins. Strax kom upp sá grunum að taka þyrfti niður ýmsilegt sem væri uppi á bátnum, svo hann væri ekki of hár fyrir húsnæði Sólplasts og fékk útgerðinn fagaðila í Reykjanesbæ til að fjarlægja það og átti hann að gera það áður en báturinn yrði fluttur til Sandgerðis.

Ekkert varð af því, heldur mætti hann þegar báturinn var kominn til Sandgerðis og hlutust því nokkrar tafir af því, en meira um það aðeins síðar.

Um kl. 10 í morgun tók Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur bátinn og kom með hann á land og fyrsta var að þrífa á honum botninn áður enn hann færi til Sandgerðis, sú vinna tók skemmri tíma en slippmenn hefður áætlað og því hófst ferðin til Sandgerðis fyrir kl. 13 og því verður ekki neitað að mér brá nokkuð við þegar ég sá bátinn koma eftir Ægisgötunni í Keflavík í Gullvagninum, en ákveðið hafði verið að kanna hvort ekki væri heppilegra að flytja hann þá leið og þá út í Gróf og síðan leiðina í átt að Helguvík, en beygja þó út af áður en svo langt væri komið og fara þá upp á Sandgerðisveg. Voru menn mjög ánægðir með þessa breytingu á leiðinni suður í Sandgerði, frá því sem áður hefur verið farið.

Er komið var út í Sandgerði kom fram að báturinn var of hár og því þurfu þeir sem áttu að vera búnir að fjarlægja ýmislegt af þaki bátsins að taka til hendinni og ekki bara það því hann var breiðari en haldið var og kom því í ljós þegar hafist hafði verið um að bakka honum inn í hús hjá Sólplasti að of þröngt yrði um hann og því var honum ekið aftur út og bakkað inn í annað hús og þar komst hann allur inn. En þessar tafir hafði þær afleiðingar að báturinn var ekki kominn á sinn stað fyrr en um kl. 16.

Hvað um það hér kemur löng syrpa frá deginum í dag varðandi Gullvagninn og 2632. Guðnýju ÍS 170.


              Þessa mynd tók ég rétt fyrir kl. 10, í morgun, er báturinn var kominn að upptökubryggjunni, í Njarðvík


          Eftir smá töf sem stafaði af því að verið var að losa Gullvagninn af fyrri bátnum sem tekinn var á land í morgun, hófst verið á ellefta tímanum í morgun
              Hér er beygt upp með skrifstofuhúsnæðinu svo hægt sé að bakka að þeim stað sem hreinsa átti botn bátsins


                                    Hér er Gullvagninn farinn að bakka með bátinn


               Hér hætti ég að fylgjast með, þar sem ég vissi að næst yrði hann þrifinn


             Hér er ekið með bátinn fyrir neðan Kaffi Duus og því um hafnarsvæðið í Grófinni
                                            Þarna má sjá hinn fræga Skessuhellir


                            Þetta er falleg sjón að aka meðfram Grófinni
                  Hér er komið út í Sandgerði að athafnarsvæði Sólplasts og lögreglufylgd sem var með alla leiðina, lauk þar með.


                                         Þá er bakkað inn á svæði Sólplasts


                   Bakkað er beint að því húsnæði sem menn héldu að passaði


              Fagmenn eru mættir og farnir að losa það sem þurfti að losa áður en báturinn færi inn


                                    Hér sjá menn að báturinn er í raun of breiður


                      Þá er keyrt út aftur og undirbúið að fara í næsta bil sem er stærra
                Þá er að bakka inn í hitt bilið og gekk það mun betur, en þó þurftu fagmennirnir að grípa í annað slagið og fjarlægja meira en þeir héldu í upphafi


                 Hér er Kristján Nielsen farinn að hjálpa til við að taka af þakinu hluti sem eru fyrir             Hér er Gullvagninn búinn að ljúka verki sínu og báturinn kominn inn


                2632. Guðný ÍS 170 kominn inn og nóg pláss til að gera það sem gera þarf og meira segja hægt að loka hurðinni að húsinu  © myndir Emil Páll, í dag 5. maí 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Fínar myndir. Er þetta ekki Sputnik
 

Emil Páll Jónsson Jú, þetta er sputnik sem lengi vel var gerður út frá Grindavík, bæði undir nöfnunum Eyrarberg GK og Vilborg GK og Halli Grímseyingur hefur nú keypt til Noregs.

Guðni Ölversson Eyrarberg hét hann þegar Baldur fékk hann nýjan. Það var nafnið sem ég mundi ekki um daginn. Ölver var á þessu priki með Baldri og lét vel af.

Árni Árnason Þetta er sérlega fallegir báta svona yfirbyggðir
 

05.05.2014 20:21

Gullvagninn í dag: Guðbjörg GK 666 og Guðný ÍS 170

Fyrir hádegi í dag tók Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur upp tvo báta. Í fyrsta lagi var það Guðbjörg GK 666, sem ég birti myndir af núna og í öðru lagi var það Guðný ÍS 170, en fjallað verður með hann í næstu færslu í kvöld, á eftir þessari.

Guðbjörg var tekin inn í Bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem viðgerð mun fara fram á bátnum.


            Gullvagninn á leið upp í slippinn í Njarðvík með 2500. Guðbjörgu GK 666 snemma í morgun


                    Hér er Gullvagninn að beygja upp með skrifstofuhúsinu, en síðan bakkar hann að bátaskýlinu


               Því miður gat ég ekki fylgt honum lengur eftir, þar sem annað verkefni beið mín © myndir Emil Páll, í morgun, 5. maí 2014

05.05.2014 19:20

Sólplast í dag: Diddi GK 56 og bátur fyrir Vatnaskóg

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók hjá Sólplasti í Sandgerði nú um kvöldmatarleytið. Þarna sjáum við Didda GK, sem er að fara inn í hús, með hjálp lyftara frá Vélsmiðju Sandgerðis og síðan vatnabát fyrir Vatnaskóg en þetta er fyrsti báturinn af fjórum sem gerður verður hér syðra, en skrokkurinn kemur steyptur til þeirra en þeir klára hann.


                7427. Diddi GK 56, kominn í hús hjá Sólplasti, með aðstoð frá lyftara frá Vélsmiðju Sandgerðis


                                        Þórir hjá Vatnaskógi við fyrsta bátinn af fjórum


             Kristján Nielsen hjá Sólplasti, Jónas Jónsson og Þórir hjá Vatnaskógi © myndir í dag, 5. maí 2014

05.05.2014 18:19

Nonni GK 129 og Þórdís GK 82, í Sandgerði, í gær
                 6634. Nonni GK 129 og 7136. Þórdís GK 82, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 4. maí 2014

05.05.2014 17:18

Sæfari GK 89, í Sandgerði í gær

Í gær var það augljóst við Sandgerðishöfn og víðar að í morgun hófust strandveiðar, menn kepptust við að færa bátanna á réttan stað þ.e. þá höfn sem best væri að hefja veiðarnar frá og í höfnunum voru menn sem óðast að gera bátanna klára. Hér sjáum við einn Grindvíkinginn koma til Sandgerðis til að vera klár.


                         2819. Sæfari GK 89, í Sandgerði © myndir Emil Páll, 4. maí 2014

05.05.2014 16:40

Fram GK 616, Eyja GK 305, Kópur GK 158, Hamingjan GK 52 o.fl. í Sandgerði, í gær              5986. Fram GK 616, 6745. Eyja GK 305, 6708. Kópur GK 158, 6364. Hamingjan GK 52 o.fl. í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 4 . maí 2014

05.05.2014 12:13

Birta Dís GK 135, í Sandgerði í gærmorgun
           2394. Birta Dís GK 135, í Sandgerði, í gærmorgun © myndir Emil Páll, 4. maí 2014

05.05.2014 11:12

Hrappur GK 6, í Sandgerði, í gær
                   2834. Hrappur GK 6, í Sandgerði, í gær © myndir Emil Páll, 4. maí 2014

05.05.2014 10:45

Flugaldan og Frosti, á Siglufirði


               2289. Flugaldan ÓF og 2433. Frosti ÞH 229, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 3. maí 2014

05.05.2014 09:10

Viggó SI 32 og Júlía SI 173, á Siglufirði


             1544. Viggó SI 32 og 2139. Júlía SI 173, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 3. maí 2014

05.05.2014 08:13

Viggó SI 32, á Siglufirði


                 1544. Viggó SI 32, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 3. maí 2014

05.05.2014 07:00

Davíð NS 17, á Siglufirði
              1847. Davíð NS 17, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 3. maí 2014

05.05.2014 05:45

Magnús Geir KE 5, á Siglufirði
            1039. Magnús Geir KE 5, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 4. maí 2014

04.05.2014 21:00

Spyrpa af Sæljóma BA 59, í morgun

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í morgun í Sandgerðishöfn er Sæljómi BA 59, fór frá Sandgerðis til heimahafnar á Patreksfirði. Höfðum við þ.e. ég og Halldór Árnason eigandi bátsins mælt okkur mót um kl. 9 í morgun, en ég mætti um 20 mínútum áður og var ekki að spyrja að því að þá var strax lagt í hann og siglt heim á leið og nú er hann nánast kominn þangað, á kannski eftir innan við hálfa klukkustund.

Bátur þessi var í einn mánuð hjá Sólplasti þar sem gert var við tjónaskemmdir, auk þess sem sett var í hann astik og eitthvað fleira.

Eitt var þó vandamálið við myndatökuna, en það var að sökum þess að flutningaskipið Vestlandia var við suðurgarðinn og því ekki hægt að taka myndir þaðan, en það þurfti að gerast þar sem sólin var þetta snemma óvinur myndatöku frá norðurgarðinum. Þá var læst girðing vegna skipsins og því ekki heldur hægt að notast við endann á suðurgarðinum og því voru myndirnar teknar frá norðurgarðinum og eins og sést þá eru sumar myndirnar ansi dökkar, enda teknar á móti sól. Sumar sluppu þó eftir því hvernig báturinn snéri, en tekinn var fyrir mig hringur og hér sjáum við árangurinn.


             2050. Sæljómi BA 59, kominn frá bryggjunni og hér höfum við Sandgerðisvita í baksýn


                                                                     Sett á ferð


                                            Hér er Fiskmarkaðurinn í baksýn
                         Hér er strikið tekið út úr höfninni, í Sandgerði í morgun
             Hér er Sæljómi kominn út úr höfninni í Sandgerði, en auk Halldórs er sonur hans með honum á heimleiðinni, en að jafnaði róa með honum tveir sona hans, sem báðir eru nú í skóla, en annar þeirra gat siglt með honum heimsiglinguna © myndir Emil Páll, 4. maí 2014

P.s. svo skemmtilega vildi til að bátur sá sem sjósettur var í Sandgerði á sama tíma og Sæljómi og kom einnig frá Sólplasti, þ.e. Raggi ÍS 319, fór frá Hafnarfirði nokkuð á eftir að Sæljómi fór frá Sandgerði, en hann gekk mun hraðar og dró því Sæljóma uppi og var kominn til hafnar töluvert á undan honum.