Færslur: 2014 Apríl

04.04.2014 14:15

Víxill II SH 158 og Keilir II AK 4, í Sandgerði, í gær


           1844. Víxill II SH 158 og 2426. Keilir II AK 4, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 3. apríl 2014

04.04.2014 13:14

Hjördís HU 16, í Sandgerði, í gær


               1831. Hjördís HU 16, í Sandgerðishöfn, í gær © mynd Emil Páll, 3. apríl 2014

04.04.2014 11:18

Uni Þórir Pétursson - minning
              Fæddur: 19. mars 1942. Dáinn: 24. mars 2014

Það var fyrir rúmum 72 árum að fiskur gekk inn með landinu við Hofsós. Á sama augnabliki kom í heiminn faðir minn sem ég er að kveðja í hinsta sinn fyrir sína síðustu sjóferð í dag. Mjög fljótt kom í ljós að faðir minn var fiskimaður mikill og eru óteljandi ferðinar sem farnar voru á hinum ýmsu bátum þar sem hann var við stjórnvölinn og ávallt með góðan afla. Ungur fór ég með föður mínum til sjós og í minni fyrstu ferð var ég látinn standa á smurolíubrúsa við stýrið og stýra. Eftir þetta var ég stýrimaður hjá föður mínum í 35 ár og á svo löngum tíma skiptust á skin og skúrir.

Faðir minn var þeim eiginleikum gæddur að finna á sér hvar fiskurinn hélt sig og hvenær var best að sækja. Oft kom það fyrir að róið var um helgar og aðra almenna frídaga. Það varð mér örugglega til góðs því aldrei var tími til að detta í það og því er ég ennþá bindindismaður.

Ekki var farið á sjó bara til að fara á sjó og aldrei í vitlausu veðri. Þess vegna missti hann aldrei mann eða maður slasaðist um borð. Eitt sinn var hann á veiðum á Þistilfirði á Berghildi SI 137 og var kominn með fullfermi. Áhöfnin var að taka inn síðustu tonnin á dekkið þegar báturinn byrjar að sökkva að aftan og rýkur þá Hákon niður í lúkar og átti faðir minn von á því að hann væri að sækja björgunarvestin. Hákon kom án þeirra aftur upp og rauk þá upp á þak þar sem gúmmíbjörgunarbáturinn var en enginn kom báturinn í sjóinn. Þegar betur var að gáð var Hákon að mynda ósköpin en hann hafði bara sótt myndavélina niður. Gísli Jóns hafði forðað sér upp á afturgálgann og sat þar þegar báturinn sökk alltaf dýpra. Þegar sjórinn náði upp að stígvélunum lyfti hann bara fótunum hærra til að blotna ekki. Við þetta flaut fiskurinn af dekkinu og tókst föður mínum þá að keyra bátinn upp. Svona voru menn öryggir um sig og treystu skipstjóra sínum að engin ástæða var til að óttast.

Oft var því haldið fram að faðir minn væri á gráu svæði við fiskveiðar en aldrei var hann með ólögleg veiðarfæri, réttindalausa menn eða eitthvað að lögskráningu. Tækjakostur þessa tíma var nú ekki upp á marga fiska til staðsetningar og stundum kom fyrir að kappsemin við veiðar teygði stundum á línum. Öfund annarra gerði það að verkum að kærum rigndi stundum inn hjá Landhelgisgæslunni. Ekkert eða fátt kætti föður minn meira en að stríða þeim mönnum og fann hann það alltaf á sér ef þeir voru væntanlegir. Þá gerði hann oft eitthvað til að skemmta sér og öðrum um borð. Margar sögur eru til um menn frá gæslunni sem hafa reynt að sitja fyrir honum en alltaf hefur eitthvað sem verður ekki skýrt valdið því að það misfórst. Einnig hafði hann þann eiginleika að þurfa bara að halla sér smá stund og þá kom hann með fyrirmæli um nýjan stað til að veiða á, annan en upphaflega hafði verið tekin stefnan á. Hann var fiskimaður af Guðs náð. Faðir minn var eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi góður. Hann vildi allt fyrir alla gera sem sakna og syrgja sárt núna. Farðu í friði og mega höfuðáttirnar Norður, Austur, Suður og Vestur leiðbeina þér.

                                                       Þorgrímur Ómar Tavsen
                           

              - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

          Votta aðstandendum samúð mína
                                             EMIL PÁLL JÓNSSON

 

AF FACEBOOK:

 
Þorgrímur Ómar Tavsen Athöfnin var mjög falleg í fallegu veðri,Takk fyrir góðan hug og kveðjur

04.04.2014 10:15

Happasæll KE 94, að koma inn til Keflavíkur


          2403. Happasæll KE 94, að koma inn til Keflavíkur © mynd Emil Páll, birtist í blaði sem ég gaf út 2002.

04.04.2014 09:15

Polarhav N-16-NE ex íslenskur og grænlenskur - sagan í stuttu máli

Smíðanr. 43 hjá Solstrand Slip Batbyggeri A/S í Trondheim, Noregi en skrokkurinn smíðaður hjá Herfjord Slipp & Verksted A/S í Revsnes í Noregi 1986. Kom til Hafnarfjarðar 15. maí 1991. Seldur úr landi til Noregs 9. maí 1997.

Nöfn: Imaq-Fisk GR 8-249, Skotta HF 172, Skotta KE 45, Eldborg RE 22, Eldborg SH, Robofisk SF-2-V, Liga SF-2-V og núverandi nafn: Polarhav N-16-NE.
         Polarhav N-16-ME, í Bergen, í Noregi ex 2140. Skotta, Eldborg o.fl. © myndir Svafar Gestsson, 2. apríl 2014

04.04.2014 08:32

Einn gamall í Bergen


                    Einn gamall, í Bergen, í Noregi © mynd Svafar Gestsson, 2. apríl 2014

04.04.2014 07:00

Geirfugl GK 66 - í dag Tómas Þorvaldsson GK 10

Þessa mynd sem ég tók af Geirfugli GK 66, sem í dag heitir Tómas Þorvaldsson GK 10, birti ég í blaði sem ég gaf út 2002.


             1006. Geirfugl GK 66, í Grindavík © mynd Emil Páll, úr blaði sem ég gaf út 2002

04.04.2014 06:00

Ósk KE 5, sem í dag er Maron GK 522

Hér koma tvær myndir af gamalkunnum báti, sem þarna heitir Ósk KE 5, en í dag heitir hann Maron GK 522 og er elsti stálfiskibátur landsins sem enn er í drift. Myndir þessar notaði ég í blaði sem ég gaf út árið 2002 og er önnur úr einkasafni Einars Magnússonar útgerðarmanns, en hina tók ég af Einari og fjölskyldu við bátinn.


           363. Ósk KE 5, á netaveiðum í Reykjanesröst © mynd úr einkasafni Einars Magnússonar


              363. Ósk KE 5, í Njarðvíkurhöfn. Einar Magnússon útgerðarmaður, Bryndís Sævarsdóttir eiginkona hans og börn við skipshlið © mynd Emil Páll, 2002

03.04.2014 21:00

Beta 1 - fyrrum íslensk ættað verksmiðjuskip

Fyrirtækið Katla Seafood, sem var dótturfyrirtæki Samherja, átti nokkur verksmiðjuskip sem það gerði út niður í löndum, eins og það er kallað, þangað til á síðasta ári að fyrirtækið var selt. Eitt þessara skipa er Beta 1 og birti ég nú myndir af því, en þær eru allar teknar í Las Palmas á Kanaríeyjum.


              Beta 1, í Las Palmas © mynd shipspotting, davidship, 23. okt. 2013
                    Beta 1, í Las Palmas © myndir shipspotting, Pataæavaca, 9. nóv. 2012

03.04.2014 20:21

Statsvaad Lehmkuhl, í Bergen, Noregi


             Statsvaad Lehmkuhl, í Bergen, Noregi © mynd Svafar Gestsson, 1. apríl 2014

03.04.2014 19:20

LÉ NIAMH P52 - Herskip frá Írlandi við eftirlit á Kolmunarsvæðinu


           LÉ NIAMH P52 -  Herskip frá Írlandi við eftirlit á Kolmunarsvæðinu © myndir Faxagengið, faxire9.123.is í mars 2014

03.04.2014 18:19

Kapitan Morgun M-0017
                  Kapitan Morgun M-0017 © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  í mars 2014

03.04.2014 17:18

Axel, Grétar, Halldór og Kristján - Sólplasti í dag

Þessar myndir tók ég nú um kaffileitið í dag og öfugt við það sem oftast er þá sýna þær ekki báta, heldur eru um að ræða mannamyndir, sem þó tengjast bátum, eins og sést á myndatextunum fyrir neðan myndirnar


            Axel Axelsson skipaskoðunarmaður hjá Frumherja (t.v.) og Kristján Nielsen hjá Sólplasti


           Hvað ætli þessir menn eigi sameiginlegt? Jú þeir hafa báðir átt bátinn Sæljóma. Sá til vinstri, Grétar Pálsson átti hann í upphafi er hann hét Sæljómi GK 150 og sá til hægri, Halldór Árnason, á bátinn í dag, en eins og áður hefur komið fram heitir hann ennþá Sæljómi, en er nú BA 59

                                                   © myndir Emil Páll, í dag, 3. apríl 2014

03.04.2014 16:17

1100 til 1200 tonna kast hjá Jónu Eðvalds SF 200 á Kiðeyjarsundi


             1100 til 1200 tonna kast hjá Jónu Eðvalds SF 200  á Kiðeyjarsundi © mynd Svafar Gestsson, 17. nóv. 2009

03.04.2014 15:08

Stakkhamar SH 220, í höfn á Rifi


            2560. Stakkhamar SH 220, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009