Færslur: 2014 Mars

28.03.2014 14:58

Vísir flytur alla vinnslu til Grindavíkur

ruv.is:

 
 
 

Útgerðar og fiskvinnslufyrirtækið Vísir hf. áformar að flytja alla fiskvinnslu sína til Grindavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Vísir hefur byggt upp starfsemi á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík, auk Grindavíkur.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að á hverjum þessara staða starfi um 50. Alls vinna um 300 hjá Vísi - 200 við fiskvinnslu, og 100 á skipum fyrirtækisins. Stjórnendur Vísis skoða nú þann möguleika að flytja alla fiskvinnslu fyrirtækisins í áföngum til Grindavíkur en vinna um leið að uppbyggingu nýrra starfa í hinum bæjarfélögunum þremur. Línuveiðibátum fyrirtækisins verður fækkað úr fimm í fjóra. Sjómönnum útgerðarinnar fækkar lítillega þar sem áhafnir verða sameinaðar. Stjórnendur Vísis segjast vonast til að sem flestir haldi vinnu sinni, annað hvort í breyttri mynd á sama stað eða í sömu vinnu á nýjum stað og aðstoða þá starfsfólk við búferlaflutninga og ferðalög sem þeim fylgir.

28.03.2014 14:18

Huld SH 76


                            7528. Huld SH 76 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 21. sept. 2012

28.03.2014 13:21

Oddur á Nesi SI 76, á Siglufirði


                 2799. Oddur á Nesi SI 76, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. mars 2014

28.03.2014 12:18

Jón Páll Jakobsson: Keypti Má GK 98 úr Grindavík og flytur til Noregs, þar sem hann fær nafnið Jakob

Jón Páll Jakobsson, (frá Bíldudal) sem er alltaf með annan fótinn í Noregi hefur keypt bátinn Már GK 98 úr Grindavík. Kom Jón Páll til landsins i síðustu viku og gekk frá málum, jafnframt því sem báturinn var settur um borð í Skógafoss sem er nú á leiðinni með hann til Noregs og er áætlað að hann verði kominn þangað síðdegis á morgun


            Flutningafyrirtækið Jón & Margeir í Grindavík, hífir 2065. Már GK 98 á land í Grindavík, í síðustu viku         2065. Már GK 98, kominn á flutningavagn sem flutti hann frá Grindavík og inn í Sundahöfn í Reykjavík, þar sem hann fór um borð í Skógafoss © myndir Jón Páll Jakobsson, í mars 2014

28.03.2014 11:53

Soya F-100-B


          Soya, 21 metra snurvoðarbátur, í Berlevåg i Finnmark, eftir löndun á 20 tonnum í einu hali. Daginn áður köstuðu þeir einu sinni og náðu um borð 10 tonnum áður en belgurinn rifnaði frá og sökk en þeir töldu að það hefði verið ca 50 tonn eftir í voðinni þegar beldurinn rifnaði frá. Soya er smíðuð 2009 hjá SKOGSØY BÅT AS í Mandal og þykja afburða góðir sjóbátar © mynd Elfar Eiríksson, Noregi, 25. mars 2014

28.03.2014 10:18

Arnar í Hákoti KÓ 37, á Siglufirði


             6214. Arnar í Hákoti KÓ 37, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. mars 2014

28.03.2014 09:21

Jonni SI 86 og Örninn GK 204, á Siglufirði


          2599. Jonni SI 86 og 2606. Örninn GK 204, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. mars 2014

28.03.2014 08:39

Berglín GK 300, Steini Vigg SI 110 o.fl. á Siglufirði


                                     1905. Berglín GK 300 o.fl. á Siglufirði


                                                 1905. Berglín GK 300 o.fl. á Siglufirði


                              1452. Steini Vigg SI 110, framan við Kaffi Rauðku, á Siglufirði

                                         © myndir Hreiðar Jóhannsson, 27. mars 2014

28.03.2014 07:00

Berglín GK 300, að koma inn til Siglufjarðar


          1905. Berglín GK 300, að koma inn til Siglufjarðar © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. mars 2014

28.03.2014 06:00

Steini Vigg SI 110 o.fl. á Siglufirði


          1452. Steini Vigg SI 110 o.fl. á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 27. mars 2014

27.03.2014 21:00

Syrpa síðan í gær: Guðbjörg GK 666, á siglingu úti af Vatnsnesi og alveg inn að Keflavíkurhöfn

Þessar myndir tók ég í gærdag af Grindavíkurbátnum Guðbjörgu GK 666, er hann kom siglandi inn Stakksfjörðinn. Myndatökurnar hófust er báturinn nálgaðist Vatnsnesið í Keflavík og enduðu er hann var við endann á hafnargarðinum í Keflavík.


            2500. Guðbjörg GK 666, kemur inn til Keflavíkur, í gær © myndir Emil Páll, 26. mars 2014

27.03.2014 20:21

Rússneskur togari í Grøtsundet við Tromsø


            Rússneskur togari í Grøtsundet við Tromsø © mynd Elfar Eiríksson, 27. mars 2014

27.03.2014 19:20

Rowenta, Grøtsundet við Tromsø, Noregi, í dag


             Rowenta, Grøtsundet við Tromsø © mynd Elfar Eiríksson, Noregi, 27. mars 2014

27.03.2014 18:19

Kystbuker á siglingu rétt norðan við Ålesund


             Kystbuker á siglingu rétt norðan við Ålesund © mynd Elfar Eiríksson, Noregi 27. mars 2014

27.03.2014 17:18

Hordafos ll, út af Helgelandskysten, í dag


          Hordafos ll, út af Helgelandskysten © mynd Elfar Eiríksson, Noregi,  27. mars 2014