Færslur: 2014 Mars

12.03.2014 07:00

Sigurborg SH 12 o.fl. á Siglufirði


 

 

         1019. Sigurborg SH 12 o.fl. á Siglufirði, í gær © myndir Hreiðar Jóhannsson, 11. mars 2014

12.03.2014 06:00

Lundey NS 14, í síðustu loðnulönduninni


 

 

              155. Lundey NS-14, kom inn til löndunar  með síðustu tonnin af kvóta HB Granda á þessari vertíð © Faxagengið, faxire9.123.is  10. mars 2014

12.03.2014 05:39

Niðurrif á Fernöndu hófst í gær


            Niðurrif Fernöndu, hófst í Helguvík í gær © mynd Fréttablaðið, 11. mars 2014

11.03.2014 21:28

Sólplast: Tveir bátar færðir milli húsa í dag

Í dag voru tveir bátar sem þeir hjá Sólplast eru að vinna í, færðir milli húsa. Annar var Vending þ.e. skemmtibáturinn sem verið er að breyta í fiskibát og hinn er nýsmíði, sem Sólplast er að klára plastverkið og lauk þeirri vinnu í dag og því var hann færður í það pláss sem Vending var í svo hægt væri að mála hann, áður en eigandinn tekur hann trúlega um helgina til að klára. Vending fór því í það pláss sem nýsmíðin var í. Allt um það á þessum myndum sem ég tók í Sólplasti í dag.


 


 


            7641. Vending, dreginn út úr húsi því sem nýsmíðin fer í og settur út á plan meðan nýsmíðin fer þú sýnu plássi og yfir í það pláss sem Vending var í


 


 


           7641. Vending, úti á planinu hjá Sólplasti, í biðstöðu meðan hinn er fluttur til


            Hér sést inn í skarðið sem kom þegar húsið var stytt á Vending, en þarna er búið að gera gryfju fyrir tank sem kemur þarna undir gólfið


              Nýsmíðin tilbúin til að vera selflutt yfir í húsið þar sem hann verður sprautumálaður


                                Nýsmíðin komin út undir bert loft


 


              Hafist er handa við að bakka nýsmíðinni, sem upphaflega var smíðuð hjá Bláfelli á Ásbrú, en kláruð hjá Sólplasti - til hliðar sést í 7641. Vending sem bíður eftir sinni ferð


               Kristján Nielsen bakkar bátnum inn og Marko fylgist með


                   Nýsmíðin komin þangað sem hann verður málaður á næstu dögum


                    Vending á leið inn í þann hluta sem nýsmíðin var í áður


 


 


                                   Kristján bakkar inn með Vending


              7641. Vending, komin þangað inn sem hann mun vera sjálfsagt meirihluta þess tíma sem tekur að breyta honum © myndir Emil Páll, í dag, 11. mars 2014

 

 

11.03.2014 18:11

Særún SH 86, í Ólafsvíkurhöfn

 

           2782. Særún SH 86, í Ólafsvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

11.03.2014 17:19

Sæhamar SH 223, í höfn á Rifi

 

          2680. Sæhamar SH 223, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll, 29.  ágúst 2009

11.03.2014 16:21

Særif SH 25, á Rifi

 

            2657. Særif SH 25, í höfn á Rifi © mynd Emil Páll, 29.  ágúst 2009

11.03.2014 15:50

Sædís SH 138, í Ólafsvík

 

                  2555. Sædís SH 138, í Ólafsvíkurhöfn © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

11.03.2014 13:23

Lilja SH 16, í höfn á Arnarstapa

 

             2540. Lilja SH 16, í höfn á Arnarstapa © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

11.03.2014 13:00

Æfingaeldflaug kom í veiðarfæri línubátsins Valdimars GK 195, í gær

 

           Landað úr 2354. Valdimar GK 195, í Njarðvíkurhöfn, í morgun © mynd Emil Páll, 11. mars 2014

 

                                                                              ---

Vefur Landhelgisgæslunnar:

Línuskipið Valdimar hafði í gærmorgun samband við Landhelgisgæsluna vegna torkennilegs hlutar sem kom í veiðarfæri skipsins þegar það var staðsett um 40 sjómílur VNV af Reykjanesi. Ekki var mögulegt fyrir skipið að senda mynd af hlutnum en af lýsingu að dæma var talið að hluturinn væri æfingaeldflaug.

Skipið var á leið til hafnar og þegar þangað kom fóru sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar um borð og staðfestu að um æfingaeldflaug væri að ræða. Slíkir hlutir eru að jafnaði hættulausir en þó er púður í mótornum sem myndar reyk þegar eldflaugin hittir í mark. Æfingaeldflaugar eru ekki með sprengiefni. Í þessu tilfelli hafði flugin ekki hitt í mark og var hún ósprungin. Var hún opnuð til að tryggja að enginn hætta yrði á ferðinni. 

Ekki er óalgengt að skeyti sem þessi finnist hér við land.


Eldflaugin um borð i línuskipinu Valdimar


Eldflaugin tilbúin til eyðingar


Púður ekki lengur til staðar í mótornum.

Myndir  af eldflauginni: sprengjusérfræðingar LHG.

11.03.2014 12:29

Guðmundur Kristinn SU 404


 

 

 

 

               1000. Guðmundur Kristinn SU 404 © myndir Óðinn Magnsson, hoffellsu80.123.is

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Á þessum var ég í þrjú sumur á Norðursjávarsíld. Fínn bátur.

11.03.2014 11:35

Þorri SU 402

 

            1077. Þorri SU 402 © mynd Óðinn Magnason, hoffellsu80.123.is

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Ekki sá fríðasti í flotanum.

11.03.2014 10:23

Systurnar í Reykjavíkurhöfn

 

         Systurnar: 2449. Steinunn SF 10 ex Helga RE 49 og 2749. Helga RE 49, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í okt. 2009

11.03.2014 09:18

Magnús Ingimarsson SH 301, í höfn í Ólafsvík

 

           2419. Magnús Ingimarsson SH 301, í höfn í Ólafsvík © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009

11.03.2014 09:05

Sex gámar fóru í sjóinn úr Goðafossi í nótt, þegar skipið lenti í brotsjó

Ruv.is

 
 

Sex gámar fóru í sjóinn úr Goðafossi í nótt, þegar skipið lenti í brotsjó á leið til landsins með vörur frá Evrópu.

Skoðað verður þegar skipið kemur til lands í dag eða á morgun hvað var í gámunum. Engin hættuleg efni voru í gámunum að sögn Ólafs Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Engin slys urðu á fólki. Ólafur segir að veður hafi verið bandvitlaust og að það komi fyrir að gámar fari í sjónn þegar skip fái á sig brotsjó. Gámarnir sökkva yfirleitt til botns og ekki er reynt að ná þeim nema ef í þeim eru eiturefni. 

Í fyrrinótt fóru þrír gámar fóru í sjóinn úr Dettifossi við Shetlandseyjar í nótt í slæmu veðri. Tómur frystigámur fór í sjóinn og tveir gámar með þurrvörum á leið frá Íslandi til Evrópu.