Færslur: 2009 Október

22.10.2009 18:57

Jón Garðar KE 1 / Litli Jón KE 201


                                 1563. Jón Garðar KE 1 © mynd Emil Páll


   1563. Litli Jón KE 201, kemur inn til Sandgerðis © mynd Markús Karl Valsson í sept. 2009

Smíðaður í Mótun hf. í Hafnarfirði 1980. Skemmdist mikið í eldi í Sandgerði 1997 og endurbyggður í Sandgerði 1998.

Nöfn: Eddi SH 250, Blíðan SH 100, Jón Garðar KE 1 og Litli Jón KE 201.

22.10.2009 12:13

Óskar RE farinn til Grænlands

Óskar RE 157 fór frá Njarðvík á mánudag í ferðina til suður-Grænlands með ýmis aðföng s.s. verkfæri, vinnuvélar, efni til byggingaframkvæmda ofl. til að nota við gullvinnsluna sem þar er og er þegar komnir 47 starfsmenn til að starfa við verkið. Áætlað er að sigling Óskars RE  taki þrjá og hálfan sólarhring.


   Vinnuvél hifð um borð í 962. Óskar RE 157 í Njarðvíkurhöfn sl. mánudag © mynd Emil Páll í okt. 2009

22.10.2009 10:17

Hafborg KE 99 / Hafborg SI 200


                               625. Hafborg KE 99 © mynd Jóhann Þórlindsson 


                                           625. Hafborg SI 200 © mynd Snorri Snorrason

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á Akureyr 1957. Seldur úr landi til Noregs 11. apríl 1995.

Nöfn: Jökull SH 125, Þórir RE 251, Þórður Bergsteinsson SH 3, Jón Sör ÞH 220, Jökull SF 75, Guðmundur Þór SU 121, Hafborg KE 99, Hafborg SK 50, Hafborg SI 200 og Hafborg HF 64.

22.10.2009 08:28

Smíðanr. segir ekki alla söguna


                          1499. Ýmir BA 32 © mynd Emil Páll 19. okt. 2009

Árni Björn, skipaáhugamaður um smíði skipa á Akureyri hafði samband við mig í framhaldi af birtingu á síðu Þorgeirs á tveimur Akureyrarsmíðuðum skipum sem nýlega skiptu um nöfn. Benti hann á að smíðanúmer segja ekki alla söguna um hve marga báta ein skipasmíðastöð hefur smíðað.
En báðir þessir bátar höfðu skipasmíðanr. 9 hjá sitt hvorri stöðinni. Því hafði Árni Björn samband við Gunnlaug Traustason til að forvitnast um hvers vegna smíðanúmerið 9 væri á sjöunda bátnum, sem þeir félagar smíðuðu.
Skíringin er sú að þeir félagar smíðuðu tvo kappróðrarbáta, sem jafnframt voru sveinstykki þeirra í skipasmíðum. Þessir bátar fengu byggingarnúmerin 3 og 4.
 
Þá sagðist hann einnig vita að hjá nokkrum skipasmíðastöðvum, svo sem hjá Slippstöðinni, þá fengu bátar smíðanúmer er um þá var samið og héldu því jafnvel þó að þeir væru síðan aldrei smíðaðir. Til dæmis fór B-10 frá Vör aldrei á sjó því hann brann á stokkunum.
 

21.10.2009 18:46

Ný síða

Kæru lesendur!

Þar sem ég er ekki lengur með Þorgeiri Baldurssyni á hans síðu, hef ég tekið ákvörðun um að opna sér síðu. Sú síða verður í upphafi mjög lík því sem var á síðu Þorgeirs, en tíminn um skera úr um framhaldið.
Þeir sem gera athugasemdir eru beðnir um að vanda orðaval sitt, svo ekki komi til þess að loka á þann möguleika.
Síða þessi mun vera einskonar undirsíða fyrir epj.is þar sem ákveðin tæknivandræði eru þar og því verða áfram tvær undirsíður sem eru þessi síða og Molasíðan, en hægt er að fara beint inn á þær án viðkomu á epj.is

Kær kveðja
Emil Páll Jónsson