Færslur: 2009 Október

26.10.2009 10:04

Steindór GK 101


                                  1510. Steindór GK 101 © mynd Emil Páll 1991

Smíðanr. 10 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hf. 1978. Afhentur 1. júní 1978. Endurbyggður hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri 1981, eftir að hafa strandað 6. mars 1981 við Maríuhliðið vestan ósa Jökulsár á Sólheimasandi og bar náð út um tveimur vikum síðar af Björgun hf. Strandaði síðan undir Krísuvíkurbjargi 20. feb. 1991 og brotnaði strax á strandstað.

Nöfn: Sigurbára VE 249, Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10 og Steindór GK 101

26.10.2009 09:57

Stafnes KE 130


                                     1916. Stafnes KE 130 © mynd Emil Páll 1988

Smíðanr. 33 hjá Moen Slip & Mekaniskt Verksted A/S í Kolvereid, Noregi 1988. Kom fyrst til heimahafnar í Keflavík 28. okt. 1988. Seldur til Noregs í des. 1999 og til Rússlands 2006.

Nöfn: Stafnes KE 130, Sigurfari ÓF 30, Sigurfari ST 30, Solheimtral M-33-R, Skarodd M-193-G og Rossyoki

26.10.2009 00:00

Drekkhlaðnir í þoku

Hér birtast myndir sem teknar voru úti á miðunum af drekkhlöðnum nótaskipum. Ekki man ég hvar myndirnar voru teknar, né hvenær, en augljóslega eru þær teknar í þoku. Þarna má greina nokkur skip, þ.e.a.s. hver þau eru, kannski koma einhverjir getspakir og giska á hvaða skip þetta eru.


         Þó myndgæðin séu ekki mikil, leifði ég þeim samt að birtast © myndir Emil Páll

25.10.2009 15:45

Haförn HU 4 / Hafsúla BA 741 / Pétur afi SH 374


                                        1470. Haförn HU 4 © mynd Birgir Karlsson


                         1470. Hafsúla BA 741 © mynd úr Flota Bíldudals, Tíðis


                 1470. Pétur Afi SH 374, í Ólafsvíkurhöfn  © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðanr. 36 hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði 1976 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Sjósettur í dese 1976 og afhentur 28. janúar 1977.

Nöfn: Hafsúlan RE 77, Már NS 87, Dagbjört  SU 50, Haförn HU 4, Haförn ÍS 177, Hafsúla KE 46, Hafsúla ST 11, Hafsúla ÍS 741, Kittí BA 741, Jórunn ÍS 140 og núverandi nafn Pétur Afi SH 374.

25.10.2009 14:36

Sveinn Sveinsson BA 325 / Draumur


       1547. Sveinn Sveinsson BA 325 © mynd úr Flota Pateksfjarðar, Sigurður Bergþórsson


                            1547. Draumur © mynd Þorgeir Baldursson 2009

25.10.2009 13:31

Skúli Hjartarson BA 250


           770. Skúli Hjartarson BA 250 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson


        770. Skúli Hjartarson BA 250 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Ríkharður Ríkharðsson

25.10.2009 01:00

Plastarar


                                    7037. Guðmundur Rauði í Reykjavikurhöfn


                                        1794. Guðrún SH 164, í höfn í Ólafsvík


                                          6390. Guggan, í Grófinni, Keflavík


                             2419. Magnús Ingimarsson SH 301, í höfn í Ólafsvík


                            6807. Gunnlaugur Tóki KE 200, í Grindavíkurhöfn


                                      6120. Hansa GK 106, í Keflavíkurhöfn


                                      6272. Hansi MB 1, í höfn á Akranesi


       1737. Helga Guðrún SH 62, í höfn á Grundafirði © myndir Emil Páll í ágúst 2009, nema myndina af 6390. Guggan, hún er tekin í júlí 2009.

24.10.2009 21:31

Vestri BA 63


                    182. Vestri BA 63 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


                              182. Vestri BA 63, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðanr. 3 hjá Karmsund Verft og Mek verksted A/S Nyggard, Noregi 1963. Yfirbyggður 1988. Árið 1990 voru framkvæmdar á skipinu miklar breytingar m.a. breikkun, Skipt var um allt nema spil og aðalvél hjá Nauta í Gdynia í Póllandi. Raunar var hann þá gerður að litlum skuttogara, sem varð styttri en áður, þó hann væri samt stærra og meira skip. Árið 2006 var lokið við enn meiri breytingar, s.s. skipt um vélarrúmshlutann í skrokknum, nýr kjölur, tankar, aðalvél, gír, ljósavél, skúrfubúnarðu, svo og stýri og skrúfa ásamt fleiru. Þetta var framkvæmt hjá Granly A/S í Esbjerg, Danmörku og kom skipið til Patreksfjarðar úr þeirri breytingu 22. mars 2006.

Nöfn: Sigurður Jónsson SU 150, Freyja RE 38, Steinanes BA 399, Ólafur Ingi KE 34, Grettir SH 104, Vestri BA 65 og núverandi nafn Vestir BA 63.

24.10.2009 14:35

Síldin fundin


                                   2618. Jóna Eðvalds SF 200 © mynd Emil Páll

Íslenska sumargotssíldin er fundin. Síldveiðiskipið Sighvatur Bjarnason, sem er eitt fjögurra skipa í umfangsmikilli síldarleit á vegum Hafrannsóknarstofnunar, fann í gær miklar torfur á Breiðasundi skammt vestan Stykkishólms. Skipstjórinn, Jón Eyfjörð, segir að sér virðist að þarna sé talsvert af síld og telur hann útlitið bjart.

Hafrannsóknaskipið Dröfn er einnig komið á Breiðafjörð til að kanna síldina en ekki kemur þó í ljós fyrr en eftir helgi hvort eitthvað af henni er sýkt, þegar sýni hafa verið rannsökuð. Sýking í síldinni hafði slæm áhrif í fyrra og dró verulega úr verðmætunum.

Annað leitarskip, Jóna Eðvalds, fann einnig síld undan Suðausturlandi á Breiðamerkurdýpi og kastaði á hana og fékk 50 tonn. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðarbúið en ef vel tekst til gæti síldarstofninn skilað nokkurra milljarða króna útflutningsverðmætum á næstu mánuðum.

Sannkallað síldarævintýri hefur myndast nokkrar undanfarnar vertíðir á þröngum svæðum innarlega á Breiðafirði, fyrst á Grundarfirði, og síðan við Stykkishólm, þar sem síldveiðiskipin mokuðu upp milljarðaverðmætum á fáum vikum, og benda þessi tíðindi nú til þess að sú saga gæti endurtekið sig. 

HEIMILD: visir.is

24.10.2009 11:39

Sunna KE 60 / Sea Hunter


                     2061. Sunna KE 60 á Stakksfirði © mynd Emil Páll 2008


                      Sea Hunter, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2008

Smíðanr. 296 hjá Astilleros Gondon S.A. Figueras Castrop, Spáni 1991. Kom fyrst til heimahafnar á Reyðarfiri 1. apríl 1991. Var lengi gerður út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni, en lá í höfn eftir að rækjuveiðarnar voru óarðbærar. Upphaflega fjölveiðiskip en síðan breyt tí rækju- frystitogara. Útgerð Sunnu SI markaði viss tímamót í sögu rækjuveiða því skipið hóf veiðar fyrst skipa með  tveimur trollum samtímis. Ný fiskimóttaka var sett í skipið í janúarbyrjun 2006 í Póllandi. Skráð með heimahöfn í Estoníu frá 2004-2005. Seld úr landi til Rússlands í ágúst 2008.

Nöfn: Vaka SU 9, Sunna SI 67, Sunna EK 0405, aftur Sunna SI 67, Sunna KE 60 og síðan Sea Hunter.

24.10.2009 09:59

Jóhannes Jónsson KE 79 og Baldur KE 97


       826. Jóhannes Jónsson KE 79 og 311. Baldur KE 97 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

825: Smíðaður í Harrerviksstrand, Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1982. Afskráður 1998 og brenndur á áramótabálkesti á nýja hafnrsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1998.

Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.

311. Smíðaður hjá Djupviksbatvarv í Djupvik í Svíðþjóð 1961. Var báturinn 38. báturinn sem sú stöð hafði þá smíðað fyrir íslendinga. Bátur þessi var fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi, smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hann var sjósettur 18. feb. 1961 og gaf Hróbjartur Guðjónsson honum nafn. Kom báturinn í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1961 og endaði sem safngripur í Grófinni í Keflavík. Síðasti eigandi bátsins Nesfiskur hf. í Garði gaf Ólafi Björnssyni bátinn þann 10. mars 2003 en þann dag voru upp á dag liðin 42 ár frá því honum var afhentur báturinn nýr í Svíþjóð.

Bar aðeins nöfnin Baldur KE 97 og Baldur GK 97.

24.10.2009 00:00

Morocco


                                               Beggi í brúarglugganum


                                                Elfar á gæjum


                                                             Hásetar


                                         Ingi fær klippingu hjá capt. Gunna


                                                 Ívan að klippa Vladimir


                                                        Ketill snoðaður


                                                       Skipt um ventla í MAK


                                      Unnið við MAK © myndir Svafar Gestsson

23.10.2009 14:39

Brík BA 2 / Ásdís GK 218


                      2395. Brík BA 2, í Keflavíkurhöfn © mynd úr Flota Patreksfjarðar 2007


         2395. Ásdís GK 218, kemur til Keflavíkur á upphafsdegi dragnótaveiða í Buktinni í fyrra © mynd Emil Páll 1. sept. 2008

Smíðanr. 61 hjá Skipasmíðastöðinni ehf., Ísafirði 1999.

Nöfn: Brik BA 2 og Ásdís GK 218.

23.10.2009 12:12

Sæbjörg KE 93 / Jón Trausti ÍS 78 / Sægreifinn EA


                                        630. Sæbjörg KE 93 © mynd Emil Páll


                                 630. Jón Trausti ÍS 78 © mynd Þorgeir Baldursson


  630. Sægreifinn EA, brotinn niður í Akureyrarslipp © mynd Þorgeir Baldursson í des. 2008. Sendi ég Þorgeiri kærar þakkir fyrir myndirnar, sem hann sendi mér.

Smíðaður hjá N.V. Svheepsbow Werft í Strandby, Danmörku 1955. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1968, en settur aftur á skrá eftir að hafa verið endurbyggður í Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Skráður sem skemmtibátur 1997. Aftur talinn ónýtur og nú tekinn af skrá í nóv. 2002, en hafði þá ekki verið skoðaður síðan 1995. Brotinn niður í Akureyrarslipp í des. 2008.

Nöfn: Kap VE 272, Kap SH 272, Kap RE 211, Faxavík KE 65, Sæbjörg KE 93, Lýður Valgeir SH 40, Haförn SH 40, Guðrún Ottósdóttir ST 5, Jón Trausti ST 5, Jón Trausti ÍS 78, Jón Trausti ÍS 789 og Sægreifinn EA 159.

23.10.2009 00:00

Las Palmas

Myndasyrpur þær sem Svafar Gestsson hefur tekið erlendis og birtust á síðu Þorgeirs, munu verða nú eftir þessar breytingar á þessari síðu. Um það er samkomulag milli mín og Svafars, enda kom það í minn hlut að setja myndirnar inn. Undanfarna daga hafa verið birtar síðustu myndirnar frá nokkrum löndum og nú birtast þær síðustu frá Las Palmas á Kanarí.


                                                           Höfnin


                                                            Paraclete


                                                                 Paraclete


                                                         Skúta


                                                              Túnaskip


                                       Las Palmas © myndir Svafar Gestsson