21.09.2019 17:58

Niðurrif Orlik stöðvað

 

     Vinna við niðurrif á Orlik K-2061, hefur staðið í stað síðan 3. sept. sl. að verkið var stöðvað © mynd Emil Páll, 1. sept. 2019

úR MBL. 21. SEPT. 2019

 

Óvíst er hvenær hægt verður að ljúka niðurrifi rúss­neska tog­ar­ans Orlik í Njarðvík­ur­höfn. Niðurrifið var nýhafið þegar það var stöðvað 3. sept­em­ber sl. eft­ir fyr­ir­vara­lausa út­tekt Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Skipa­smíðastöð Njarðvík­ur hef­ur starfs­leyfi frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Suður­nesja til niðurrifs skipa allt að 500 tonn. Orlik veg­ur hins veg­ar yfir 500 tonn og þurfti því að sækja um leyfi til Um­hverf­is­stofn­un­ar.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð Skipa­smíðastöðvar Njarðvík­ur að tog­ar­inn Orlik hafi staðið í Njarðvík­ur­höfn frá 2014 en hann sé í eigu Hringrás­ar. Skipið hafi ekki verið í rekstri frá ár­inu 2012. Til hafi staðið að flytja það til niðurrifs er­lend­is en ekki orðið af því. Því hygg­ist skipa­smíðastöðin rífa skipið á at­hafna­svæði í sam­ráði við stjórn Reykja­nes­hafn­ar og Hringrás.