12.01.2016 21:00

Jón á Hofi ÁR 42 og Arnþór GK 20, í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur, í dag - 4 myndir

Sjálfsagt hafa margir sem þurfa að starfa úti við, öfundað starfsmennina hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur undanfarna daga. Því á með þeir sem starfa úti, þurfa að vinna í roki eða snjókomu, starfa þeir sem eru í Skipasmíðastöðinni við viðgerð á báti og togara innanhúss, þ.e. í bátaskýli stöðvarinnar. Í dag eru þarna togarinn Jón á Hofi ÁR 42 og báturinn Arnþór GK 20. Birti ég nú fjórar myndir sem ég tók í skýlinu í dag, en sökum stærðar á togaranum sést hann hvergi á myndunum allur, heldur í hlutum og eins sést Arnþór aðeins á sumum myndanna.


 


 


 


        1645. Jón á Hofi ÁR 42 og 2325. Arnþór GK 20, í bátaskýli Skipasmíðastöðvar

                         Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 12. jan. 2016