18.06.2015 20:50

Ágúst GK 95, orðinn Hrafn GK 111 ( sá föðurlausi)

Skipt hefur verið um nafn á Ágústi GK 95 og hefur hann fengið nafnið Hrafn GK 111, sem var á togara Þorbjarnar hf., sem nýlega var seldur til Rússlands. Eins og margir vita var hafn oftast kallaður sá föðurlausi, þar sem hann bar ekkert föðurnafn.

Hér birti ég þrjár myndir sem ég tók í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag, en þó nafnið sé komið á bátinn er ekki lokið við að mála hann.


 


 

         1401. Hrafn GK 111 ex Ágúst GK 95, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag

                                   © myndir Emil Páll, 18. júní 2015