29.11.2019 07:00

Lágey strönduð á Þistilsfirði

       2651. LÁGEY ÞH 265 Í Sandgerði © mynd Emil PÁLL, 16. mars 2019

 

Björg­un­ar­sveit­ir frá Raufar­höfn og Þórs­höfn hafa verið kallaðar út vegna báts sem er strandaður í Þistil­f­irði. Að sögn lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra amar ekk­ert að áhöfn báts­ins og hún ekki tal­in í neinni hættu. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni hafði áhöfn línu­báts­ins Lágey ÞH-265 sam­band við stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar klukk­an 4:30 í nótt á fjar­skipt­ar­ás­inni VHF-16 og til­kynnti að bát­inn hefði rekið í strand í vest­an­verðum Þistil­f­irði, um miðja vegu á milli Þórs­hafn­ar og Raufar­hafn­ar.

Lágey er 15 tonna og 13 metra lang­ur yf­ir­byggður trefjaplast­bát­ur. Fjór­ir eru í áhöfn og fer vel um þá miðað við aðstæður. Veður er til­tölu­lega gott á strandstað, lögn og gott skyggni en svo­lít­il haf­alda.

Að sögn skip­stjóra kæm­ust þeir í land á fjöru en vegna myrk­urs sjá þeir ekki neitt frá sér. Varðstjór­ar í stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar kölluðu þegar út áhöfn þyrlunn­ar TF-EIR og er áætlað að hún verði á strandstað um kl. 06:55. - Mbl.is