11.04.2019 21:05
Nýr Páll Jónsson GK í Póllandi
![]() |
Nýr Páll Jónsson GK í Póllandi. Mynd Kjartan Viðarsson BIRT MEÐ HEIMILD FRÁ KJARTANI |
Nýjum Páli Jónssyni GK var hleypt af stokkunum hjá Alkor-skipasmíðastöðinni í Póllandi í vikunni. Skipið er smíðað fyrir Vísi hf. í Grindavík og er fyrsta nýsmíði fyrirtækisins á skipi af þessari stærðargráðu í rúmlega hálfrar aldar sögu þess.
Skipið er sérhannað til línuveiða og er væntanlegt til heimahafnar í Grindavík í haust. Nýja skipið er 45 metra langt og 10,5 metra breitt.
Skrifað af Emil Páli