11.04.2019 21:05

Nýr Páll Jónsson GK í Póllandi

 

      Nýr Páll Jónsson GK í Póllandi. Mynd Kjartan Viðarsson BIRT MEÐ HEIMILD FRÁ KJARTANI

Nýj­um Páli Jóns­syni GK var hleypt af stokk­un­um hjá Al­kor-skipa­smíðastöðinni í Póllandi í vik­unni. Skipið er smíðað fyr­ir Vísi hf. í Grinda­vík og er fyrsta ný­smíði fyr­ir­tæk­is­ins á skipi af þess­ari stærðargráðu í rúm­lega hálfr­ar ald­ar sögu þess.

Skipið er sér­hannað til línu­veiða og er vænt­an­legt til heima­hafn­ar í Grinda­vík í haust. Nýja skipið er 45 metra langt og 10,5 metra breitt.