31.03.2018 21:13

Páskar og gabbið

Eins og flestir vita, þá hefjast páskar ekki fyrr en á páskadag, en skírdagur og föstudagurinn langi eru bænadagar, ekki páskar eins og margir telja. Af því tilefni hef ég ekki óskað neinum gleðilegra páska, né tekið undir páskakveðjur frá öðrum. En þar sem þetta er síðasta færslan fyrir páska, nota ég tækifærið og óska lesendum síðunnar gleðilegra páska.

Morgundagurinn ber upp á 1. apríl og því vil ég í leiðinni vara menn við því að það er ekki allt satt sem sagt er á morgun, því sumt er aprílgabb.


             Einhverjar færslur koma frá mér á morgun, en þó ekki eins margar og venjulega