28.02.2018 20:40

Unnur BA 1, í eigu íslendings í Noregi, en báturinn er þó í Reykjanesbæ

Fyrir nokkrum árum keypti íslenskur bátaeigandi, sem gerir út frá Noregi, bátinn Unni sem hann skráði BA 1. Einnig keypti hann stærri bát sem hann lét laga hér og síðan hefur hann verið gerður út í Noregi. Unnur BA 1, var lengi vel, nafnlaus framan við vélaverkstæði í Grófinni, Keflavík, en síðan færður í port við enda hússins og í gær var báturinn síðan fluttur á athafnarsvæði Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og er enn nafnlaus þó hann sé skráður sem Unnur BA 1.

 

           6478. Unnur BA 1 - í eigu íslendings í Noregi, í Grófinni, Keflavík © mynd Emil Páll, 17. mars 2015

 

           6478. ex Unnur BA 1, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 27. feb. 2018