17.12.2017 13:14

Viking Reflex, kom í gær til Reyðarfjarðar með gamlan togara, sem fer í vor í pottinn

Eins og ég hef áður sagt til hefur staðið til að fóðurpramminn Stapaey SU 120, sem er fyrrum togarinn 1435. Haraldur Böðvarsson AK, kæmi til Reyðarfjarðar.  En þar á að geyma hann til vors að 1622. Nökkvi ÞH 27 dregur hann með sér í pottinn. Í gær gerðist það svo að dráttarbátur laxeldisins í Berufirði, Viking Reflex kom með hann frá Berufirði til Reyðarfjarðar. Hér birti ég mynd af vefmyndavél Fjarðarbyggðar sem sýnir báða togaranna þ.e. Nökkva og Stapaey sitthvoru megin við bryggju á Reyðarfirði, en því miður er birtan ekki mjög góð, en það verður bara að hafa það. - ps í kvöld kemur góð syrpa sem sýnir skipin betur.

 

           1435. Stapaey SU 120 og 1622. Nökkvi ÞH 27 sitthvoru megin við bryggju á Reyðarfirði í hádeginu í dag © skjáskot af vefmyndavél Fjarðarbyggðar 17. des. 2017