28.09.2017 21:00

Aja Aaju GR 18-103 í viðgerð á miklum skrokkskemmdum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Fyrir nokkrum misserum kom grænlenski eða öllu heldur íslensk/grænlenski báturinn Aja Aaju GR 18-103, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og var ýmist í umræðunni að báturinn færi til Póllands til breytinga eða eitthvað annað. Síðan hófst nýlega breytingar á bátnum hér heima, þar sem unnið er að því að skipta út skemmdum á skrokki skipsins, en hann muna hafa orðið fyrir skemmdum í ísnum við Grænland. Samkvæmt því sem ég hef hlerað fer báturinn síðan aftur til Grænlands og verður gerður út þaðan. Hér birtast fjórar myndir sem sýna þar sem verið er að skipta út ónýtu járni.

 

 

 

 

 

 


       Aja Aaju GR 18-103 í viðgerð á skrokkskemmdum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær © myndir Emil Páll, 27. sept. 2017