29.06.2017 21:00

Ásbjörn ÍS 12 / Snarfari ST 17

Hér koma nokkrar myndir sem tengjast Ásbirni ÍS 12 og síðari nöfnum hans. Birtast myndir af bátnum, af stýri hans og eins af sögu bátsins. Myndaefni þetta er að stórum hluta kominn úr húsi því sem Sigurbrandur Jakobsson, dvaldi í nú síðustu daga. Augljóst er að það myndaefni er komið úr bókaflokk Jóns Björnssonar, Íslensk skip, en til að fá betra eintak, tók ég skjáskot beint úr bókum þessum. Þar að auki tók Sigurbrandur mynd af stýri skipsins.

- Leiðrétting stýrishúsið sem ég segi vera af Snarfara, er af 745. Sigurfara SH 105. Leiðréttist þetta hér með -


     702. Ásbjörn ÍS 12 © skjáskot úr bókaflokki Jóns Björnssonar, Íslensk skip

 

      Stýrið úr 702. Ásbirni ÍS 12, síðast Snarfari ST 17 uppá vegg í Tröð 1 í Bolungarvík og mynd af bátnum fyrir neðan © mynd Sigurbrandur Jakobsson. 28. júní 2017


      702. Snarfari ST 17 og 1107. Dan RE 88, í Bátanaust, Reykjavík © mynd Emil Páll, 1973 

 

                            

 

             702. Skjáskot úr bókinni Íslensk skip, eftir Jón Björnsson