04.01.2017 19:20

Engey RE 91, ekki RE 9, afhent nú á föstudag

Margir urðu hissa þegar myndir af nýju Engey komu í ljós, þar sem togarinn er nú RE 91, en áður var alltaf rætt um að númerið yrði RE 9, sem er sama númer og Faxi hafði áður. Virðist svo vera sem tryllueigandi hafi komist þarna á milli og skráð bát sinn RE 9.

Ef allar áætlanir standast verður togarinn afhentur nú á föstudag, þ.e. á þrettanda dag jóla.

 

 

 

                 2889. Engey RE 91, í Tyrklandi © myndir Çeliktrans