29.09.2016 18:19

Þyrill frá Akranesi, í Hafnarfirði í dag

Af og til hef ég á undanförnum mánuðum rætt um lítinn bát sem var með erlendu nafni og stóð innan girðingar rétt við stærri kvínna í Hafnarfirði. Síðan hefur þetta þróast í nokkrum áföngum þannig að fyrst var málað yfir erlenda nafnið og sett íslenskt nafn þ.e. Þyrill. Þá kom að heimahöfn væri á Akranesi og nú er komið skipaskrárnúmer 2933, þó svo að það finnist ekki í skrá Samgöngustofu.

Birt ég hér mynd af hluta af bátnum þar sem skipaskránúmerið sést, en áður hef ég birt myndir af bátnum öllum.

©
       2933. Þyrill, frá Akranesi, í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll, 29. sept. 2016