25.09.2016 21:00

Key Marmara, á Akureyri í dag og í Helguvík í fyrradag

Í fyrradag tók ég mynd af tankskipinu Key Marmara, í Helguvík og í dag tók Víðir Már Hermannsson myndir af skipinu á Akureyri. Skip þetta er í lýsisflutningum og kom til Grindavíkur fyrir nokkrum dögum, en þar var ekki tekin mynd fyrir mig. Af þessu skipi og öðrum frá sömu útgerðinni, sem öll heita Key eitthvað, þá hafa mörg þeirra komið hingað til lands á sl. árum.

 

 

 

 

 

 


        Key Marmara, á Akureyri, í morgun © myndir Víðir Már Hermannsson, 25. sept. 2016


          Key Marmara, í Helguvík í fyrradag © mynd Emil Páll, 23. sept. 2016