19.09.2016 18:19

18 makrílbátar í einum hrapp, við Helguvík

Enn eru makrílveiðar í gangi í Garðsjó og Stakksfirði og eins eru enn að bætast við bátar sem verið hafa á öðrum svæðum, en einnig fara margir bátar heim, eða fara á aðrar veiðar. Makríllinn virðist vera mikið á ferðinni, sem dæmi þá veiddist hann fyrst í morgun við Voga, þá við Keflavíkurhöfn, úti við Helguvík og aftur út af Keflavík og stuttu síðar kominn enn á ný út af Helguvík og eitthvað nær Garðinum.

Hér birti ég mynd af bátum á veiðum út af Helguvík og í átt að Keflavík, núna síðdegis. Ekki tel ég upp nöfn bátanna, enda sýnist mér að þeir séu alls 18 talsins:

 

              18 makrílbátar út af Hólmsbergi, í dag © mynd Emil Páll, 19. sept. 2016