16.09.2016 19:20

Ex Gísli BA 571 ex Gísli Súrsson GK 8, á leið til Noregs

Oft hef ég sagt frá því að undanförnu að búið væri að selja Gísla Súrsson GK 8, til Noregs. Til að forðast allan misskilning þá er hér um að ræða þann Gísla Súrsson sem smíðaður var hjá Trefjum, 2003.

Þegar nýi báturinn, sem nú ber nafnið Gísli Súrsson kom, var þessi skráður Gísli BA 571 og í sumar var ákveðið að hann færi til Noregs, en kaupendur eru tveir Grindavíkingar og tveir Norðmenn. Hefur báturinn verið hjá Trefjum að undanförnu þar sem hann var tekinn í gegn og í dag fór hann prufusiglingu.

Birtist hér mynd af bátnum í Hafnarfjarðarhöfn í dag:

       Ex 2608. Gísli BA 571 ex Gísli Súrsson GK 8, í Hafnarfirði í dag