15.09.2016 17:18

Stígandi VE 77 í Bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Hér eru tvær myndir sem ég tók í gær er Stígandi VE 77 var kominn framan við bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur. Að undanförnu hefur verið unnið við að gera togarann kláran og nú verður hann málaður, sett á hann nýtt nafn sem ég hef áður sagt frá og fleira, en síðar fer hann til veiða frá Vestfjörðum

 

 

       1664. Stígandi VE 77, framan við bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur

                          í gær © myndir Emil Páll,  14. sept. 2016