30.06.2016 20:21

Duus.is. eða hugsanlega Þruma 6, hjá Sólplasti

Ég hef nokkrum sinnum áður sagt frá Rip-bátnum Duus.is, er sigldi upp í grjótgarð í innsiglingunni í Grófinni, Keflavík fyrir þó nokkrum misserum og skemmdist þó nokkuð. Leið þó nokkur tími frá óhappinu þar til komið var með bátinn til Sólplasts til viðgerðar, en þá hófst ferli sem snérist um eigendur að bátnum og þegar því lauk, hóf Sólplast að gera við bátinn, fyrir núverandi eigendur hans. Báturinn mun trúlega fá nýtt nafn og hefur nafnið Þruma 6 borið á góma í þeim efnum.

Birti ég hér tvær myndir af bátnum sem ég tók síðasta mánudag og sést þar aðeins lítill hluti af skemmdunum.


 

 

    7772. Duus.is. eða hugsanlega Þruma 6, hjá Sólplasti © myndir Emil Páll, 27. júní 2016