29.05.2016 21:00

Rainbow Hope / Geysir - Vöruflutningar fyrir Varnarliðið milli Norfolk og Njarðvíkur - 4 myndir

Eins og ég sagði frá fyrr í dag kom í gær hingað til lands gamalt bandarískt flutningaskip sem smíðað var 1980 og var notað í flutninga á vörum fyrir Varnarliðið, fyrir þó nokkrum árum. Skipið hét fyrst Rainbow hope og síðar Geysir og svo merkilegt sem það nú er þá heitir það í dag Geysir, en hefur þó borið tvö önnur nöfn í millitíðinni.

Hægt væri að segja mikið um tilvist þess að þetta bandaríska skip hóf að flytja vörurnar í stað skipa frá Eimskip, en sú umræða og hverns vegna flutningar skipsins féllu niður, bíður síðari tíma. Lengi vel flutti Geysir vörurnar til Njarðvíkur, en af ástæðu sem mér eru kunnar, var ákveðið að skipa þeim þess í stað upp í Kópavogi, svona undir lok þess sem skipafélagið stóð í flutningunum.

Geysir kom til Reykjavíkur í gær kl. 15 og lagðist að bryggju í Sundahöfn, en staldraði ekki lengi við, því það fór aftur í dag um kl. 16.

Birt ég hér fjórar myndir af skipinu þ.e. tvær af hvoru nafni.

                 Rainbow Hope © mynd í eigu Þjóðminjasafns Íslands


                Rainbow Hope © mynd í eigu Þjóðminjasafns Íslands


         Geysir ex Rainbow Hope, í Kiel © mynd Juergen Braker, MarineTraffic

                     Geysir ex Rainbow Hope © mynd Julián G. Cueli 18. feb. 2008