29.05.2016 11:12

Geysir og Gullfoss mættust á Faxaflóa, í gær - 2 myndir

Þessi tvö skip sem þarna mættust í gær, hafa komið áður fram hér á síðunni. Gullfoss er í dag farþegaskip sem er í hvalaskoðun frá Reykjavík. Geysir er hinsvegar Bandarískt flutningaskip sem smíðað var 1980 og kom oft við sögu varðandi varnaliðsflutninga hér á árum áður, ýmis undir þessu nafn eða sem Rainbow Hope og voru umræddir flutningar reglulega til Njarðvíkur, frá Norfolk í Bandaríkjunum.  Geysir lagðist að bryggju í Sundarhöfn í Reykjavík, en áætlað að hann fari aftur í kvöld. Verður sérstaklega fjallað um Geysir hér á síðunni í kvöld, en umfjöllun um Gullfoss verður ekki nú, enda hefur oft verið um hann fjallað

 

 

     Geysir og Gullfoss mættust á Faxaflóa, í gær © skjáskot Vignir Sigursveinsson, 28. maí 2016

 

    Geysir að koma til Reykjavíkur, í gær, nýbúinn að mæta Gullfossi © skjáskot af MarineTraffic, 28. maí 2016 kl. 14.06