31.12.2014 13:05

Annáll ársins 2014

 

Þegar litið er yfir árið sem nú er að kveðja birti ég  töflu sem sýnir umferðina um síðuna var hún tekin nú fyrir nokkrum mínútum. Tafla þessi segir meira en fátæk orð og mun því ekki ræða um annað, ef frá er skilið undarlegt öfundarmál, sem kom upp tvisvar á árinu.

Þar komu fram tveir einstaklingar með mikla vindverki og létu gamminn geysa á ákveðnum bæjarsíðum á FACEBOOK, í minn garð  og völdu þeir þar með síður sem eru með öllu óviðkomandi þessari síðu, en sýnir hvað menn geta lagst látt, ef svo ber undir og það út af öfund.

Báðir voru þeir ósáttir við að ég skuli ekki vera með opið fyrir athugasemdir, en ljóst er að þeir þekkja mig ekki mikið, því með þessum kröftugu vindverkjum þeirra, er ljóst að ég mun aldrei opna fyrir athugasemdir aftur.

Hér sjáum við svart á hvítu að heildaraðsóknin á síðuna er mjög góð, þó hún hafi verið léleg nú yfir hátíðarnar:

Flettingar í dag: 3198
Gestir í dag: 232
Flettingar í gær: 4475
Gestir í gær: 417
Samtals flettingar: 10717117
Samtals gestir: 1047833
Tölur uppfærðar: 31.12.2014 13:02:49
 

Eins og áður hefur komið fram voru jafnvel líkur á að ný síða kæmi í upphafi þessa árs, keypti ég nokkur góð Len vegna þess, en af því varð þó ekki og með öllu óvíst hvort það gerist nokkuð, en þar spilar m.a. inn í heilsufar mitt, svo og önnur mál.

Að lokum þakka ég öllum þeim mikla fjölda sem hefur sent mér myndir eða annað efni til að nota á síðuna og ekki síður þeim sem hafa styrkt mig á öðrum sviðum.  Þeim svo og öllum lesendum síðunnar sendi ég mínar bestu áramótakveðjur.

Að endingu segi ég:

                                            Gleðilegt ár

                                                með þökkum fyrir það liðna

                                                              

                                                                            Kær kveðja

 

                                                                                    Emil Páll Jónsson            

 

AF FACEBOOK:

Sigurbrandur Jakobsson Gleðilegt ár og kærar þakkir fyrir samvinnuna á árinu sem er að líða.

Barnalegir kjánar öfunda alltaf allt og alla og það breytist seint eða aldrei