13.12.2014 20:21

Steypti pramminn í Vogavík - einn af innrásarprömmum

Þetta er einn af innrásarprjámum þeim, er bandamenn smíðuðu til að flytja á herlið sitt til Frakklands 1944. En hvernig stendur á því, að slíkt fartæki er komið hér inn á Vogavík? Sú er saga til þess, að Óskar heitinn Halldórsson keypti nokkra af þessum stóru prjámum eftir stríðið og lét draga þá hingað. Síðan hafa þeir allir, nema þessi eini, verið notaðir til hafnargerðar á þann hátt, að þeir hafa verið fylltir með steinsteypu og síðan sökkt sem steinkerjum, þar sem hafnargarðar hafa verið gerðir.

Heimild: Ferli, (Vogavík) og Árni Óla, Strönd og Vogar, 1961


 


 


 


 


            Steypti pramminn (prjámum) í Vogavík © myndir Sigurður Stefánsson, haustið 2014