13.12.2014 13:14

Erling KE 140, á veiðum við Reykjanes, í gær

Hér koma fjórar myndir sem ég tók í gær af bátnum á veiðum skammt út af Reykjanesi í gær. Á fyrstu tveimur myndanna hylur gufa bátinn að hluta og á næstu tveimur er hann laus við hana en þar má sjá í flutningaskipið Sunnu, sigla fyrir Reykjanesið á leið sinni fyrir Garðskaga, en myndir af skipinu þar birti ég fyrr í morgun. Sunna sem er skráð erlendis, en í eigu fyrirtækis hér á landi er með íslenskan skipstjóra. Ef menn vilja væri hægt að taka svona mynd aftur, því Sunna er á leið frá Reykjavík til Þorlákshafnar, einmitt núna.


          233. Erling KE 140, við Reykjanes í gær og þarna hylur gufa bátinn að hluta til


            233. Erling KE 140, við Reykjanes í gær og þarna hylur gufa bátinn að stórum hluta


            233. Erling KE 140, við Reykjanes í gær. Aftan við bátinn og ofan við steininn má sjá grilla í flutningaskipið Sunnu


            233. Erling KE 140, við Reykjanes í gær. Aftan við bátinn og ofan við steininn má sjá grilla í flutningaskipið Sunnu           © myndir Emil Páll, 12. des. 2014