30.11.2014 21:46

Stakksfjörður og Garðsjór: 5 flutningaskip og 2 fiskiskip í vari

Núna áðan var grænlenska fiskiskipið Polar Nanoq GR 15-203, að bætast í hóp þeirra skipa sem eru í vari í Garðsjó og Stakksfirði, nú í kvöld. Um er að ræða fimm flutningaskip og tvö fiskiskip, þar af annað íslenskt en það er Kleifarberg RE 7. Fjögur flutningaskipanna tengjast Grundartanga þ.e. ýmist að koma þaðan eða á leið þangað og fimmta flutningaskipið er í viðskiptum við Straumsvík

Nöfn hinna skipana hef ég birt hér fyrr í kvöld og síðdegis í dag, er þau fóru að koma í var.


              Grænlenska fiskiskipið Polar Nanoq GR 15-203, sem kom síðast í hópinn, þeirra skipa sem verið hafa í vari ýmist í Garðsjó eða Stakksfirði í dag © mynd MarineTraffic, Brian Hansen