30.11.2014 17:40

Skipum fjölgar í vari á Stakksfirði - Kleifarberg RE 7 og Botnia

Þeim fer fjölgandi skipunum sem koma í var á Stakksfirði og síðan ég birti myndir af tveimur skipum í morgun, hafa nú tvö bætst við, Kleifarberg RE 7 og Botnia, sem eins og skipin í morgun tengist Grundartanga, en þetta skip er á leið þangað. Auk þessara skipa hefur Hákon EA 148 verið á Stakksfirði nú í nokkra daga, trúlega að vinna afla. Hér koma myndir af Kleifarbergi og Botnia, en þó ekki myndir sem ég tók úr landi.

 

          1360. Kleifarberg RE 70, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll, 24. des. 2013


          Botnia, í Cork, Írlandi © mynd MarineTraffic, John O Neill, 31. jan. 2013