30.11.2014 20:21

Ebbi AK 37, á leið í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, vegna skrúfutitrings

Í gærmorgun kom til Njarðvíkur Ebbi AK 37 og eftir hádegi var báturinn tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur með Gullvagninum, vegna skrúfutitrings. En eins og menn muna tók báturinn niðri á Gerðahólma, er hann var á makrílveiðum í sumar og var dreginn til Keflavíkur og síðan tekinn upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur til viðgerðar. Eftir að báturinn var kominn niður að nýju var vart við skrúfutitrings sem nú að að gera við.


            2737. Ebbi AK 37, siglir frá Njarðvíkurhöfn og í átt að upptökubrautinni fyrir Gullvagninn, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær


                                       Báturinn kominn í upptökubrautina


                                         Kominn á land, í Gullvagninum


 


 


               Bátnum bakkað inn í bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

                                     © myndir Emil Páll, 29. nóv. 2014