28.10.2014 21:00

Styttingin á Benna Sæm GK 26, framkvæmd hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Þá er búið að framkvæma styttinguna á Benna Sæm GK 26, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en eins og ég hef áður sagt frá þurfti að stytta bátinn um leið og hann var lengdur, en um ástæðuna sagði ég frá fyrir nokkru. Hér er myndasyrpa sem ég tók í dag er styttingin var framkvæmd, en síðan á eftir að lagfæra stefnið til frambúðar, en báturinn og líka Siggi Bjarna GK 5 verða svolítið ljótir að framan sökum þessa.


 


 


 


 


            2430. Benni Sæm GK 26, hér er gatið komið en verið að stækka það

                                      Sama og á myndunum hér á undan


 


             Hér er búið að framkvæma styttinguna, aðeins er eftir að snyrta sárið, áður en byggt verður nýtt stefni á þessum stað © myndir Emil Páll, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag, 28. okt. 2014