17.09.2014 10:11

Siglunes SH 22, selt til Ísafjarðar

Siglunes SH 22, sem staðið hefur á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði síðan í maí, að komið var með bátinn með Jóni & Margeir frá Grundarfirði, eftir bruna, hefur nú verið seldur til Ísafjarðar. Eftir að báturinn kom til Sólplasts var hann aðeins hreinsaður af því sem brann, en viðgerð hófst ekki, þar sem tryggingarnar vildu selja bátinn og nú hefur það gengið upp.

 

           6298. Siglunes SH 22, sem nú hefur verið seldur til Ísafjarðar, á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði  © mynd Emil Páll, 23. maí 2014

AF Facebook:

Heiða Lára Guðm Það kviknaði ekki í honum við bryggju, heldur út á sjó

Emil Páll Jónsson Rétt hjá þér búinn að laga þetta, á skipasíðunni.