17.09.2014 11:12

Happasæll KE 13, í toppstandi

Eftir að Happasæll KE 13, sem legið hefur í höfn að undanförnu, var fluttur frá Keflavík og yfir á svonefnda dauðadeild í Njarðvíkurhöfn fór á stað sá orðrómur að vél bátsins hefði hrunið og rataði sá orðrómur m.a. inn á þessa síðu. Nú er komið í ljós það orðrómur þessi er rangur, báturinn er í toppstandi og sem dæmi þar um þá sigldi hann út í smá kvikmyndaleiðangur, eftir að hafa legið í Keflavíkurhöfn og þegar hann kom til baka lagðist hann við bryggju í Njarðvík, að ósk hafnarstarfsmanna.

 

              13. Happasæll KE 94, í Njarðvík © mynd Emil Páll, 22. ágúst 2014