17.09.2014 20:42

Flutn­inga­skip strandaði í Fá­skrúðsfirði, í kvöld

mbl.is:

Flutn­inga­skip strandaði á skeri í Fá­skrúðsfirði um klukk­an átta í kvöld.

Búið að kalla út björg­un­ar­sveit­ir á Aust­ur­landi, þ.m.t. björg­un­ar­skip og báta allt frá Vopnafirði til Horna­fjarðar.

Upp­fært kl. 20:35

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu á Eskif­irði er ekki vitað hvort hætta er á ferð. Talið er um er­lent skip sé að ræða. 

Sautján eru í áhöfn skips­ins en það strandaði á skeri í fjör­unni fyr­ir neðan bæ­inn Eyri í Fá­skrúðsfirði. Skipið er 106 metra langt. 

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um farm skips­ins eða hvort það var á leið inn eða út fjörðinn.