31.08.2014 11:12

Gísli GK 80 ex Gísli Súrsson GK 8 og Auður SU 188 ex Auður Vésteins SU 88, í Grindavík, í gær

Eins og flestir muna fékk Einhamar í Grindavík stóra og glæsilega báta fyrir nokkrum vikum og fengu þeir nöfnin Gísli Súrsson GK 8 og Auður Vésteins SU 88. Eldri bátarnir sem báru þessi nöfn, eru nú við bryggju í Grindavík og hafa fengið nýjar skráningar samkvæmt vef Fiskistofu. Enn er þó ekki búið að breyta því á sjálfum bátunum, eins og sést á þessari mynd sem ég tók í gær.

 

 

            2608. Gísli GK 80 ex Gísli Súrsson GK 8 og 2708. Auður SU 188 ex Auður Vésteins SU 88, í Grindavík, í gær © mynd Emil Páll, 30. ágúst 2014